Júrósmjúró...
.. á hverju ári horfi ég á Júróvisjón og vonarneistinn sem maður er svo vitlaus að láta kvikna - slokknar um leið og fyrstu tölur birtast - og á hverju ári heiti ég því að þetta sé ekki tímans virði, honum c betur varið í eitthvað gagnlegra... eins og t.d. prjónaskap :-/
Alveg óvart er ég svo búin að plana júróvisjónpartý... og meira að segja á fimmtudagskvöldið ætla ég að fylgjast með og hlægja að vitleysunni - þó með vonarneista í augum. Áðan stóð ég mig svo að því að boða fólk ,,óvart" í mat í kvöld til að fylgjast með undanúrslitunum (þar sem n.b. engir Íslendingar eru að keppa)
og spila svo á eftir... annaðkvort póker eða bara á gítar...
... maður er bara svo mikill íslendingur að það er hver afsökunin gripin fegins hendi til að lyfta sér upp...
Um helgina þá plantaði ég líka fallegum sumarblómum á svalirnar okkar og eru þær svoooo fínar og flottar - er ekki um að gera að bjóða til sín vinum sínum þótt afsökunin sé frekar leim? Það er alteint félagsskapurinn sem skiptir máli - ekki sjónvarpsdagskráin :-)
Áfram Armenía!