Afmælisbörn!

Í dag er dúllan okkar orðin fimm mánaða og Sævar Óli (Gummasonur) er þrem mánuðum eldri - upp á dag. Frændsystkynin hittust í gær og voru hýr og glöð að vanda - enda afburða glöð og krúttleg börn :-)
Annars er það helst að frétta að við erum aðeins að millilenda heima á þessu ferðalagi okkar, einn hringur í kringum landið að baki og annar í uppsiglingu. Þangað til ætla ég að þvo þvotta, raka á mér lappirnar, koma mjólkurframleiðslunni aftur á fullt (en það er ekkert auðvelt að vera á ferðalagi með mjólkurkú í eftirdragi) og láta dótturina finna rhytmann sinn aftur. Við förum svo upp á Víðihól um næstu helgi en þar er ættaróðalið hans Einsa og ætla allir að hittast þar, mála, þrífa og skemmta sér vel :-)
Annars auglýsi ég hér með eftir sólinni... hvar er hún eiginlega???