Áð heima!
Komum heim úr enn einu ferðalaginu en það var alveg upp á fjöll. Fórum í helgarferð á Víðihól og hittum fjölskylduna þar, þ.e. legginn hans Einsa. Ógurlega gaman eins og alltaf að hitta fólkið okkar :-) Fullt af nýjum myndum í albúminu okkar og ferðasagan verður að bíða betri tíma... því það er bara allt allt of gott veður til að hanga inni í tölvunni. Ætla á línuskauta með Heiðu minni og svo er það grill og hvítvín hjá Áslaugu og Helga...
Óver end át in þe sönsjæn :-)