Eftir 10 tíma vinnutörn, 350 tölvupósta, skutl á 120 km í Hafnarfjörð og í vinnu aftur, mikið stress og óþolandi mikið blaður í síma kom ég heim og hlakkaði mikið til að njóta þess sem Sprengidagurinn hefur upp á að bjóða; baunasúpu með tilheyrandi saltkjéti og gúmmelaði. Neinei, húsið tómt og engin að elda;-( Á svona tímum er hundleiðinlegt að vera einstaklingur, ömurlegt að tala við sjálfan sig yfir kvöldfréttunum, rífast og skammast við spegilinn, þvo allan þvott einn, elda fyrir einn og lifa fyrir einn... grenj... já, grenja einn líka;-( Núna vildi ég óska þess að ég væri komin í Hlíðartún 8 til mömmu og Kolla... púhúhú... Þýðir ekki að fást um það, best að taka því sem taka verður, elda það sem til er og hætta þessum aumingjaskap! Ég er að fara í veikindafrí á morgun og á von á
hjúkrunarkonu heimsins af því tilefni;-) Verð því að taka til, þvo og hafa allt snyrtilegt svo hún missi nú ekki allt álit á Siggulitlusóðabrók.. he he he. Elskulegi Helgi, dúllugússýgúss, ætlar að lána mér fullt af myndum svo mér leiðist ekki óumræðanlega og sýnir hann enn og aftur að hann er mun betri en engin, reyndar mun mun mun betri en engin;-) Gott að eiga svona vini að þegar neyðin ber dyra, reyndar er þetta ekki nein neyð bara komaívegfyriraðmérleiðist. Get ekki séð að ég geti farið á Austfirðingaball á föstudaginn, argelse... en þetta er kannski merki frá Guði? Sífulla Sigga lætur af störfum... í orðsins fyllstu;-( Ætli ég endi ekki á kojufyllerýi ein... neinei, það má alltaf horfa á Djúpu ;-)
Djöfull er
Dabbi dúskur búinn að drulla á sig núna! He he he.. gott á hann!