fimmtudagur, júní 26
Ojæja, þetta er næstum því í lagi, nafnið bara í dulitlu rugli en það er ok, laga það bara þegar ég kem úr sumarfríi. Annars er verið að pakka á fullu, þvo og undirbúa sumarbústaðarferð. Við fáum Egil lánaðann svo Alla leiðist ekki, ég gæti alveg trúað því að eftir nokkra daga með mér, mömmu og Kolla (30-67-80 ára) þá væri hann orðinn svolítið leiður á að tala um veðrið, stjórnmál og þetta fullorðna dót. Svo að Egill kemur líka, sem er alveg ágætt, þægilegur og hlýðinn drengur þar á ferð :-) Mamma og Kolli eru að koma í bæinn og ætla að gista hjá okkur í nótt, sem skapar vandamál, þar sem við erum ekki lengur bara tvö ég og Alli. Því gistum við Einsi heima hjá honum og ég fæ þá fría barnapössun í leiðinni.. hehehe. Við ætlum að borða öll saman í kvöld (omg, aumingja Einsi) en það er ekki svo auðvellt, þar sem ég borða ekki hvað sem er (ekkert úldið, reykt, hangið eða skemmt að neinu leyti), mamma borðar reyndar allt, Kolli borðar allt sem er úldið, reykt, hangið og skemmt og hellst ekkert annað, Einsi borðar allt nema pepperoní og Alli er sér kapítuli út af fyrir sig... hann borðar það sem hann er í skapi fyrir, sem getur verið mjög undarlegt :-/ Þannig að... ég er í smá krísu... held að ég endi á að vera með tví- eða þríréttað, sem er ekki nógu gott því við leggjum af stað í fyrramálið og þá mega engir afgangar veða eftir í ísskápnum sem skemmast á meðan. Annars er fínt að hafa bara áhyggjur af því hvað maður eigi að hafa í matinn... alveg ágætt að vera bara í sumarfríi og þurfa ekkert að spá í útsendingar, bilaða kúnna, týndum vörum og innheimtubréfum. Ég sóla mig og slaka á í fríinu fyrir samstarfskonurnar mínar líka... sendi þeim hér með samúðarkveðjur, það er spáð sól og hita fyrir norðan, á meðan það á að rigna hér fyrir sunnan :-/ Annars vorum við Alli að koma frá nýja heimilislæknuinum okkar, hann er ungur, fyndinn og heldur með Liverpool (því miður). Alli sagði að hann hlakkaði mikið til að verða veikur aftur svo hann gæti hitt þennan skemmtilega mann... ég krosslagði lappir og sagði honum að vonandi þyrftum við aldrei að sækja okkur læknishjálp framar :-) Karlgreyjið er kominn með frjókornaofnæmi og ég þarf að kaupa rándýr lyf svo barnið getir hlaupið um í náttúrunni... 2.000,- fyrir nefúða, það finnst mér vera svolíðið túú möts :-/ Annars verður semsé lítið, ef nokkuð um blogg næstu vikuna... við verðum í sælunni, sólinni og ánægjunni fyrir norðan og bið ég ykkur öll vel að lifa á meðan, skemmtið ykkur vel í rigningunni, súldinni og menguninni :-)
(0) comments
Djíses... ég þori varla að blogga... nýr Blogger í gangi... ætli ég komi vitlaust út eins og flestir aðrir? Þá er bara að prufa....
(0) comments
þriðjudagur, júní 24
Vika númer tvö rétt hálfnuð og ég er að sökkva í einsskonar mók. Borða ekki á réttum tímum, sofna seint og sef frameftir... vantar eiginlega eitthvað að gera í þessu blessaða fríi. Verkefnin eru ærin á mínu heimili, hér þarf að ditta að ýmsu eins og á öðrum heimilum, en ég er svo mikil kona og í svo miklu fríi að ég nenni því ekki. Lausu listanir og ómáluðu gluggarnir fara heldur ekki neitt, frekar að ég fari eitthvert... enda áræðanlega í helvíti... mitt helvíti er skilgreint sem sífelld endurtekning á klósetthreinsiauglýsingu. Held að það sé svoleiðis þarna niðri. Afrekaði annars að taka til í öllum neðriskápum í eldhúsinu mínu, fékk snert af minni týndu húsmóður. Þar kom ýmislegt forvitnilegt í ljós, m.a. sprautur og nálar, óseiseijá. Ótrúlegt hvaða verkfæri búa á þessu heimili og magnið af skrúfum sem hér dvelur.. omg... og ekki hef ég keypt eina skrúfu af þessu sjálf, né járn til að setja það á sinn stað... svokölluð skrúfjárn. Kláraði einnig að lesa Ísrael, saga af manni í dag.... hún er alveg ágæt... mamma var búin að bölsótast svo mikið út í þessa bók að ég hreinlega varð að sjá hvað var svona sjokkerandi, fann tvö klámfengin atriði en annars var hún fín... indælissaga af rótlausum manni sem unni sér hvergi betur en í verkamannavinnu hér og þar um landið... og drepst svo. Annars er ekkert að frétta... lífið er litlaust þegar það gengur lægð yfir landið... engir línuskautar í dag :-( Nú á ég bara eftir að taka til í 6 geymslum, ótrúlegt hvað það er mikið að geymslum í 37 fm. íbúð... og ég sem safna drasli í þeim öllum.... help >:-(
Neinei, er ekki bara töffaraborgarstjórinn okkar í hjólastólakappakstri í fréttunum í kvöld... þetta er greinilega fínn gæji með húmorinn á réttum stað :-)
(0) comments
mánudagur, júní 23
Jæja, það er illt í efni ef það er bara bloggað hér á vikufresti eða svo. Þýðir ekki að það sé lítið að gerast... frekar að það sé svona óprenthæft, eða þannig. Er amk í fríi, búin með eina viku og á tvær eftir í þessari lotu. Lítið er ég búin að afreka, nema hvílast vel og fara nokkrum sinnum á línuskauta. Alli fékk sína eigin skauta, svo nú erum við bara í Nauthólsvíkinni upp á næstum hvern dag... eða ég óska þess amk. Það er bara svo skrýtið veðrið þessa dagana, hvað er að gerast með þessa rigningu? Manni finnst eins og þetta sé svona útlandarigning... skrýtið. Ég afrekaði þó um daginn að klóra alla kaffibolla og held að ég hafi einnig náð að elda eina máltíð fyrir okkur Alla. Á maður ekki að slaka á þegar maður er í fríi? Ég vil amk ekki fá eitthvert samvikskubit yfir því að vera löt... Einnig hefur hugur minn dvalið mikið hjá Haddý frænku, en hún lennti í ömurlegu slysi á fimmtudaginn fyrir viku. Hún þurfti að færa bílinn sinn aðeins frá bílskúrnum, því dóttir hennar var að koma og ætlaði að fá sláttuvélina lánaða (sem var inní í bílskúrnum). Hún tiplar út á inniskónum, kerlingin, en akkúrat þegar hún setur bílinn í bakk þá fær hún blóðtappa, hjartaáfall og krampa... þannig að hún bakkar á fullu afli niður nánast lárétta innkeyrsluna og klessir á steinsteyptann vegg, bíllinn ónýtur og hún í dái. Þetta var alveg rosalegt... eins gott að hafa ekki orðið vitni að þessu, segi ég nú bara. Vesalings börnin hennar komu strax, enda búa þau næstum við hliðina... útlitið er frekar svart með heilsu hennar, hún er að vísu komin til meðvitundar en engin veit í hvaða heimi hennar vitund dvelur. Hún heyrir ekki neitt og talar tóma steypu, þekkir samt suma af þeim sem hafa komið að heimsækja hana. Þetta kemur samt vonandi í ljós í dag þegar fjölskyldan er búin að halda fund með læknunum. Það er amk mikið um krosslagða fingur á mínu heimili þessa dagana. Haddý er ein styrkasta stoð fjölskyldu minnar hér í bænum og á ekkert nema allt gott í heimi hér skilið, sem og kraftaverk.
Við erum að fara í sumarbústað á föstudaginn, fáum Egil lánaðan svo Alla leiðist ekki. Held að þetta verði hin skemmtilegasta ferð, við höfum aldrei dvalið á norðurlandi svo þetta er algerlega ókannað svæði fyrir okkur. Fríða systir ætlar mas að koma líka þannig að þetta verður mikil gleði, mikið grín :-)
Stefni á að afreka einhverjar heimsóknir á næstunni, við erum alveg hætt að heyra í fólki svo fyrst fjallið kemst ekki til okkar komum við til þess :-) Svo var Árni að lofa mér í gær að mála hjá mér í júlí, sem hentar mér vel því Alli verður þá ekkert heima og ég get gert allt sem mig langar til... eða því sem næst. Svo er jónsmessunótt í nótt.... eða var hún síðastliðna nótt? Arg... trúi ekki að ég hafi klikkað á að vellta mér upp úr dögginni >:-(
(0) comments
þriðjudagur, júní 17
Hæ hó jibbíjeiojibbííjei, það er kominn sautjándi júní... og það rignir eldi og brennisteini, sem endranær á þessum h-tíðisdegi. Ef það rignir ekki kemur jarðskjálfti, eða eitthvað þaðanaf verra, svo við skulum glöð við una. Ótrúlegt að sjá hvað það fóru margir á stjá í dag, þegar við flúðum rigninguna þá var varla hægt að sjá í grasið á Arnarhól, það sátu svo margar aumar sálir þar og hlýddu á gjörning af stóra sviðinu... já, alveg ótrúlegt. Við flúðum bara í sveitina til Sifjar og Gauja í frítt kaffi, sem endaði á kvöldverðarboði líka... ekki amalegt það, þar sem ég nenni ekki að elda mat þessa dagana. Vona bara að fjallkonan hafi ekki orðið fyrir aðkasti þetta árið, hún hefur í versta falli orðið hneyksluð á þessari konuókind sem þurfti að fjarlægja í kóngastól með lögregluvaldi... einhverjir mótmælendur mættu og reyndu að kunna að mótmæla. Við kunnum bara ekki rassgat að mótmæla, ætlum alltaf að rífa kjaft ,,ekki fara í bíó hina og þessa dagana" ... undirskriftarlistar vegna hins og þessa.... blablabla. Ekkert virkar, sama ríkisstjórnin, sömu olíufyrirtækin, sömu bíórisarnir... æji, væj boþer? Gera þetta bara almennilega eins og t.d. Frakkarnir, þar fer þjóð sem bilast vegna minnsta tilefnis. Eiitthvað sem við Íslendingar myndum ekki einu sinni hlusta á, því við erum svo vön því að stjórnmálamenn og stórfyrirtækin ræni og rupli og skíti á smettið á okkur og það er bara ókey. Við erum aumingjar og fólk er fífl. Talandi um fífl, við urðum vitni að umferðarslysi á gatnamótum dauðans, þ.e. Miklabraut-Kringlumýrarbraut. Já, þar kom fífl, undir stýri, akandi eins og Dýri, yfir á rauðu ljósi og ætti heima í fjósi. Hann smassaði of kors framaná annan bíl. Ljótt að sjá og vekur mann til umhugsunar... hver skyldi hafa orðið valdur að þessu slysi? Jú, viti menn... út steig ungur drengur, varla meira en 17-18 vetra. Mér finnst að allir þeir sem fá bílpróf ættu að fara í töffaraskóla, þar sem þeim er kennt að það er ekkert töff að verða valdur að slysi, það er ekkert töff að vera í hjólastól, slefandi með bleiu. Konur á mínum aldri, sérstaklega þær sem eru með gull í ökuleikni ættu að fá afslátt á sínum bifreiðatryggingum... við eigum ekki að vera greiða fyrir götur þessa ógæfumanna >:-(
(0) comments
miðvikudagur, júní 11
Tralala... hitti föðurbróður minn í fyrsta sinn í dag, fór með hringinn sem afi gaf mér í ammælisgjöf í viðgerð til hans, hann bjuggaði hann nebblega til og perlan datt af honum þegar við hittum Óla Tjé á kaffihúsi... hann var með svo stonnising fréttir að perlan hreinlega hrundi af af heinni undrun. Hvað um það, þessi maður heitir semsé Eyjólfur Kúld og býr á verkstæðinu sínu ásamt fjölskyldu sinni. Svolítið undarlegur... en kommon... hann er Kúldari :-) Það var ágætt, fékk fréttir af pabba og sé að ég verð að fá hann í heimsókn og kíkja á afa gamla á Hrafnistu... fyrst maður á fjölskyldu á maður að sýna við og við að manni sé ekki alveg sama... ekki satt? Hef nægan tíma þegar sumarfríið byrjar. Annars er Alli að koma í bæinn á morgun, Stöðvarfjörður var eftir allt saman ekkert svo skemmtilegur, þoka, rigning... og mamma ekki á staðnum. Hann er með stóra kúlu á höfðinu, blessað barnið og allir vita að ekkert læknar svoleiðis meira en mömmukoss... svo hann kemur á morgun. Hann sagðist vera búinn að sakna mín ógeðslega mikið og hlakkaði helvíti mikið til að sjá mig... held að þetta sjávarloft hafi farið eitthvað öfugt í hann. Svo er ammæli á laugardaginn, er alveg að lenda í vandræðum með hvað ég eigi að gefa manninum... hummmm.... einhverjar uppástungur?
Minni á að á morgun er síðasta sýningin á Þið eruð hérna... koma svo...
(0) comments
þriðjudagur, júní 10
Jæja, aldeilis langt síðan maður hefur dritað einhverju hér niður... greinilegt að barnið er flogið út um gluggan, á vit ævintýra og nýrra Play Stationleikja á Stöðvarfirði og ég bara búin að vera einstaklingur sem á annan einstakling sér við hlið og gaman er að gera skemmtilega hluti með honum. Búin að bralla margrt og mikið og dauðhlakka til að fara í frí, en í dag var síðasti þriðjudagurinn minn fyrir frí... síðasta sinn sem ég tek út safnpantanir fyrir frí... síðasta sinn sem ég bakfæri fyrir frí... síðasta sinn sem ég fer í bað á þriðjudegi fyrir frí... ummm... *hlakk-hlakk-tikk-takk* Já, og síðasti þriðjudagurinn hins 29 ára Einsa :-) Já, ekki má gleyma síðasta þriðjudeginum hjá Svandísi og Ástu Kristínu sem 28 ára yngismeyja :-) Við skelltum okkur á aldeilis undur og stórmerki í gærkvöldi en Hafnarfjarðaleikhúsið er að sýna Þið eruð hérna sem er algerlega möst sí hjá öllum sem vilja sjá eitthvað annað en ömurlegt í leikhúsum landsins (s.b.t.d.&t.a.m.Rauða spjaldið). Þvílíka uppsetningin, nálgunin frábær og allt bara meiriháttar... að vísu alltaf hægt að setja út á, en það fellur svo mikið í skuggan af þessari óborganlegu sýningu... allt barasta... barasta.. já,.... best að segja sem minnst... Aðeins ein sýning eftir... að vísu setti það solítinn skugga á þessa sýningu að Meistari Megas var meðal áhorfenda ogsveið manni svolítið í augum af þeim völdum :-/ Ég gef sýningunni tvö grenj (ótengt M.M.), átta gæsahúðir og átján hláturrokur. Aldeilis flott hjá þeim :-) hipp hipp húrra! En að einhverju ömurlegu... ekki, endurtek EKKI fara á viðbjóðinn ,,Anger Management"... þið getið sparað ykkur 800 kallinn og gefið hann frekar til Soffíu Hansen... plís, ekki fara... þvílíki hryllingurinn og sorglegheitin... nenni ekki einu sinni að eyða minni dýrmætu orku í að kryfja hana... gef henni bara einn kúk.
Dagurinn var annars óvenjulegur að mörgu leyti og byrjuðu undarlegheitin snemma, eða rétt upp úr kl. 07:00. Snillingurinn ég vaknaði ekki heima hjá mér og skildi ekkert í hvar bíllinn minn var þegar ég kom út á Laugaveginn, hummm... kannski heima hjá mér þar sem við vorum á bílnum hans Einsa í gær.. stjúpít görl. Þannig að ég of kors tímdi ekki að vekja væru kærasta mann í heimi hér og labbaði heim... já, komst að því að það er vel gerlegt og það á innan við 15 mínútum. Það er til hlutur sem heitir gangbraut, gangstígar og gönguskór sem vel er hægt að brúka og ég arkaði semsé heim á leið að skúbba í mig morgunmat. Fór svo á fund út í bæ og ákvað að ég yrði að láta laga umfelgunina á bílnum, eitthvað grunsamlegt vagg í bílnum eftir að sumardekkjunum var smellt á. Við Brynja héldum svo úthlutunarfund, en Kjölur sumarbústaðurinn okkar, skyldi ekki vera mannalaus í allt sumar... ég fékk hann ekki og finnst mér það vera svindl... til hvers að vera í þessari helvítis nefnd ef maður fær svo ekki einu sinni bústaðinn á besta tíma? Ekki linnti látunum því Blóðbankinn vildi endilega fá hálfan lítra af mínu A+ og varð ég af sjálfsögðu við því (enda frír hádegismatur í boðinu) og ákvað ég að kíkja við á þessu dekkjaverkstæði sem hafði umfelgað svo illa... endaði á því að kaupa tvö ný dekk, því einhver stálvír hafði gefið sig og allt í klessu... *grenj og áttaþúsundkrónumfátækari* Ég heimtaði afslátt því ég hafði bara keyrt á þeim í þrjú sumur og því hlytu þau að vera gölluð (borgaði að vísu ekki krónu fyrir þau á sínum tíma, því frændi minn rak verkstæðið... en ekki lengur... því miður fyrir mig). Svo hér er ég, á nýjum dekkjum, blóðlaus, barnlaus, samviskulaus, allslaus... sem fær engan Kjöl þetta sumarið...
Gleymi alltaf að skrifa um Ása í Bæ... gaman að heyra frá þér, kallinn. Ætla að kíkja í kaffi til Kollýar og fá frekari fréttir af þér... vegni þér vel úti :-)
Já, og bæ þe veij... fyrrverandi mágkona mín í Bandaríkjunum er víst núna núverandi mágkona mín, því hún og Maggi bróðir giftu sig aftur um daginn, svo hann gæti róið með henni á humarbátnum.. eitthvað... Þetta er kona sem heitir Bonnie (ég kalla þær systurnar alltaf Bonnie og Clyde, sem er ljótt en það er í lagi... þær heyra ekkert í mér, þótt bandarískar séu) en hún og systir hennar voru giftar bræðrum mínum úti í Þe Steits... Já, ekki er öll vitleysan eins... hún er stundum öðruvísi og alveg stórundarleg. Við erum orðin vön því að fá ekki boðskort í giftingar, þannig að þetta kemur okkur ekkert við *bitrrrrrr*
(0) comments
þriðjudagur, júní 3
zzzzzzzzzz...... *rumsk* *geisp* Það er erfitt að vera til þessa dagana, dásamlega erfitt, svefninn tælir á ótrúlegustu tímum, en á kvöldin er maður glaðvakandi og ferskur eins og á sunnudagsmorgni:-ö he he he... er að undirbúa fríið mitt af miklum móð, þ.e. keypti mér eina kilju í dag, eina spólu fyrir Alla, LoveStar, fékk lánaða Israel - saga af manni í vinnunni og bíð eftir ró til að geta lesið Heimsljós I.. númer II kemur í júní... Nauthólsvíkin verður tækluð með stóru tjé-i og legið þar í rólegheitum fyrstu vikuna í fríinu, enda lítur út fyrir að Alli verði enn fyrir austan í sveitasælunni. Gleðifréttir vikunnar, mánaðarins, ársisns eru tvímælalaust ótrúlegur bati Siggu Láru... þetta er alveg með ólíkindum og gæsahúð út um allt... til hamingju með heilsuna mín kæra og njóttu vel! Leiðinlegt bara að heyra að Orminum sé lokað, einmitt þegar tækifæri er til að fagna, að austfirskum sið :->
Annars er lítið að frétta, keypti blóm á leiðið hennar ömmu í dag og er að bíða eftir að það vaxi á mig grænir fingur svo ég geti troðið þeim í kerið. Alli er að fara austur með pabba sínum á föstudaginn og þá er aldeilis tækifæri fyrir mig að vaða, usla og busla í herberginu hans, henda gömlu drasli, mála og setja upp fataskápa. Nei, annars, ætlaði að lesa og hafa það notalegt... kem væntalega til að sakna hans í öllum þessum notalegheitum... best að vera ekkert að hugsa um það strax, nenni ekki að fara að grenja... ekki strax :-/
(0) comments
|
|