Tunglsýki Siggudísar

 

Bloggarar :

    Lilja & co.
    Halla krútt!
    Spunkhildar snilldin
    Þórunn Gréta
    Krumminn:-)
    Kynlegi Kvisturinn
    Ingunn
    Lilja lipurtá
    Bjarni og Elva
    Þráinn Sláinn
    Vibba
    Ásta Yfirnorn
    Gerður
    Siggi Huldar
    Syss
    Die Skelfir
    Svandís
    Skotta
    Heida The Beib
    Ási
    Ari bró
    Sigga Lára
    Gunnella glímudrottning
    Kollý
    Varrius
    Naflaló
    Nafna min
    Skaldid

Skemmtilegir krakkagormar

    R.E.M.
    G.S.M.
    Karitas Kjartansdóttir
    Guðlaug Nóa

Myndir

     Myndir
     Fleiri myndir
     Enn fleiri myndir
     Enn emm fleiri myndir
     Vetur 2007
     Eldgamalt
     Vetur 2008
     Dóttirin fallega
     Mars
     Marokkó
     Apríl & maí
     Sumar 2008
     Sumar 2008 Part Deux
     September 2008
     Október 2008
     November & des 2008

Hreyfimyndir

     Við á Youtube
  

     

Fyrri færslur:


     

    

 


miðvikudagur, ágúst 27

Allt er þegar þrennt er...


Í þorpum úti á landi er talað um að dauðsföll komi í þrennum. Þegar einn maður deyr dæsa bæjarbúar og bíða eftir þeim næsta. Svo þeim þriðja. Þetta var að gerast á Höfn, þriðji aðilinn í þessari lotu fór í gær, reyndar eftir erfið veikindi þannig að það var kannski bara best (án þess að ég viti það nákvæmlega). Ég held að þetta sé vegna þess að það er bara talið upp að þrem og svo byrjað upp á nýtt...

Minn heittelskaði kom í bæinn á mánudaginn og landaði ágætu starfi á þriðjudagsmorguninn, enda er hann töffari hinn mesti :-) Hann kemur ,,heim" á föstudagskvöldið og ég vona heitt og innilega (er að tala um að krossleggja lappir og alles) að þá verði hann alkominn í menninguna.

Því miður verð ég að hryggja þá sem ætluðu að fara á aukasýningarnar á Draumnum... það verður ekkert af þeim í bráð vegna óviðráðanlegra orsaka... *grenj*

Heyrði í nákommnum ættingja áðan sem á alveg óskaplega bágt núna, er að ganga í gegnum leiðinlega hluti og ég vona að það sjái fyrir endan á því bráðlega. Ætla amk að gera mitt besta til að peppa hana upp og hjálpa henni að finna sig á ný. Við höfum ekkert verið í miklu sambandi enda hefur hún ekkert búið nálægt mér, en svo er ekki lengur... hún bara komin í bæinn og því alveg kjörið að treysta böndin... sérstaklega þegar á þarf að halda.

Fór til Kalla læknis í dag og á sjálf svolítið bágt. Hann sprautaði einhverju ofurefni í lappirnar á mér til að framkalla blóðtappa (ekki nema von að fólk drepist af því... hræðilega vont) þvi ég var æðaber mjög á báðum fótum og því er þetta gert til að æðarnar falli saman og eitthvað... kemmst ekki í bað í viku... og ég sem gleymdi að fara í bað í gær. Ef það leggur loðnubræðslufýlu yfir Reykjavík vitið þið lesendur hverju er um að kenna :-)

Alli er byrjaður í skólanum á ný og er þetta kvikindi orðið svo fullorðið að hann er farinn að læra ensku... hlakka ekkert smá til að fá að vita hvar hann stendur. Barnið búinn að vera túristafært síðan í fyrrasumar, en þá æfði ég hann í tvær vikur áður en við fórum til Montpellier... en hann varð að gera talað við Jonathan. Síðan þá hef ég farið að fordæmi Philips nokkurs Voglers (eins undarlegt og það hljómar) og hef haft ensku-daga... sem hafa óvart orðið að ensku-klukkutímum... eða mínútur. Hann er amk vel fær í öllum tölvuleikjunum. Ohhh.... þetta líður svo hratt... nú er best að fara að spara fyrir fermingunni... hún skellur á fyrr en varir.


Comments: Skrifa ummæli