Við erum öll geimverur!
Snöggur endir var bundinn á þessa Hornafjarðarheimsókn mína þegar Veðurstofunni datt í hug að auglýsa bilað veður á fimmtudaginn, korteri eftir að við horfðum á þessar fregnir var ég komin með aðra löppina á bensíngjöfina og hina á mælaborðið. Snöggur endir þar, en svo kom nárrúrulega í ljós að það varð ekkert svo brjálað veður... figurs :-/ Ég semsé lagði upp í þessa ferð í gærkvöldi og ætla aldrei, aldrei að keyra aftur í myrkri, roki og rigningu:-( Ég er kona á á því ekki að þurfa að standa í svona bulli! Alli varð sannfærðum um að ég myndi sofna undir stýri og drepa okkur bæði, hann ákvað því að hringja í pabba sinn og segja við hann nokkur LOKA-orð... ég ákvað í framhaldi af því að heyra aðeins í Einsa... djöst in keis. Ferðin gekk vel fram að Freysnesi, en þar áðum við hjá Ástu Kristínu og fengum öpdeit af nýjustu ástarævintýrunum sem eru í gangi í því lostabæli. Eftir það ákvað Alli að fara að sofa (vildi fara í svefni) og ég stillti á Rás 2 og hlustaði á veðurfregnir... Allt virtist vera með kyrrum kjörum, en ég er bara engin manneskja til að keyra í myrkri... það er allt svo krípí og óhugnanlegt, fyrir utan þá staðreynd að maður hefur ekki hugmynd um hvar maður er, engin kunnugleg fjöll sjáanleg. Á Mýrdalssandi varð ég sannfærð um að ég væri að keyra eftir álfavegi, að ég væri föst í tíma og fór að heyra skrýtin hljóð í aftursætinu... þar var ég sannfærð um að væri draugur, ég hefði óvart tekið hann uppí og ef ég liti í baksýnisspegilinn þá sæi ég einhverja ófreskju og ég sjálf hefði engan haus :-( Orðin semsé geðveik og tæpir 200 km eftir af ferðalaginu. Eníveis, ástandið batnaði snöktum þegar ég kom loks í Vík og ég varð bærilega glöð þegar Hvolsvöllur, Hella og Selfoss voru að baki, farin að brosa út í annað af heimsku minni og spáði alvarlega í að lita hár mitt ljóst og fara í megrun. Þegar ég kom á Hellisheiðina fór ég algerlega yfirum... sá geimskip! Og það ekkert smá! Var að keyra hjá Skíðaskálanum og risastór blikkandi hringur sveif fyrir framan mig... ég missti allt legvatn í brækurnar og fékk hland fyrir hjartað... greip myndavélina og sór þess dýran eið að gera ALDREI ALDREI aftur grín að Magnúsi Skarphéðinssyni... klukkan var 02:52 og lagði ég það á minnið, því fólk sem er rænt af geimverum missir alltaf úr tíma og ákvað ég einnig að líta eftir rauðum deplum á höndum (fyrir utan óþægindin í rassgatinu við að hitta þessar verur)... ég greip semsé myndavélina og smellti af... það var ekki svo góð hugmynd, því ljósopið á henni er gert fyrir dagsbirtu, auk þess sem hún er með flassi, sem gat reitt geimverurnar til reiði... ég dauðsá eftir því að hafa tekið þessa mynd, en það var of seint.... þær hlytu að hafa séð mig og héldu kannski að ég væri líka geimvera að reyna að hafa einhver samskipti við þær... omg... ég vildi ekki fá illt í rassinn :-( Ég var á þessum tímapunkti orðin verulega sveitt af hræðslu og skalf og titraði.... komin niður í 50 km hraða og klukkan sýndi 02:55.. allt virtist eðlilegt... eða eins og aðstæður gátu orðið eðlilegar. Ég þokaðist nær og sá mér til mikillar skelfingar að þetta var ekkert geimskip (of kors!), þetta voru ný vegaskilti hjá afleggjaranum við Þorlákshöfn, sem blikka svona líka skemmtilega og virðast úr hæð og fjarlægð (+miklu ímyndunarafli) vera semsé geimskip... mikið varð ég glöð yfir því að hafa ,,missést" þetta mikið en mikið varð ég hrædd við sjálfa mig á þessari stundu... Ætla aldrei aldrei að fara aftur í ferðalag í myrkri :-)
Smá fróðleiksmoli: Vínbúðin í Vík er opin milli 17-18 alla virka daga, nema á föstudögum... þá er hún opin milli 16-19. Miklir drykkjumenn í Vík, greinilega :-)
Annar fróðleiksmoli: Hvorki er hægt að fá sér hamborgara né pizzu á milli Hafnar og Víkur... þar á milli eru rúmir 200 km en margir matsölustaðir... það þykir kannski erfitt að steikja hamborgara í sveitinni?
3ji fróðleiksmolinn: IKEA er skítafyrirtæki. Keypti rúm fyrir Alla þar fyrir viku síðan og sagði stelpan mér sem útbjó pöntunina að dýnan væri rétt ókomin... kæmi líklega í síðasta lagi á mánudaginn var... sem er fyrir 3 dögum síðan. Í fyrsta lagi stóð ekkert á þessu tilboði sem við tókum að dýnan væri uppseld, þau lofa og lofa einhverju sem þau standa engan veginn við og segja ekki einu sinni kúnnum frá því að pöntunin sé týnd. Á meðan verður Alli greysstrákurinn að lúlla upp í rúmi hjá mömmsusín. Talaði við þau fyrir klukkutíma og þá héllt stelpan að hún ætti eina dýni, sem hún gæti eyrnamerkt mér... ég hélt að þegar ég pantaði dýnuna að þá yrði hún eyrnamerkt mér... hún lofaði að heyra í mér eftir 15 mín... ekkert hefur heyrst... djöfullinn... nenni ekki að hafa rauðhærðan 10 ára gamlan dreng mér við hlið í kvöld... vil hafa rauðhærðan 30 ára dreng mér við hlið! Annað er óðelilegt :-(