Stórskemmtilegri helgi lokið... stór-stór stórskemmtilegri. Hún var svo stór að amma hún gubbaði... djöfuls gleði... lyklaborðiðeitthvað skrýtið, kemurekkert bil...nemastundum.... hummm.... prufa að ýta fast... Eníveis, ég brunaði semsé norður á
Dalvík í sólina, það var rigning alla leiðina, en það var í lagi því áfangastaðurinn og félagsskapurinn um helgina gerðu þetta allt sama vörð þæl. Lenti á Dalvík hjá
Röggu, eftir stutt pikköpp á karlnöðrunni sem ég er svo skotin í. Heima hjá Röggu beið okkar Lasagna, Svenni og Anna Guðný (sem ég hef ekki séð síðan hún var pínkulítil.. hún var svo lítil að ég og Örvar/Gautur vorum kærustupar og þeir ekki enn komnir út úr skápnum) að ógleymdri Elvu Rún og krökkunum... perlur allt saman :-)
Bjarni var á leiðinni til Dalvíkur og birtist um miðnætti... en þá vorum við uþb að kjafta frá okkur allt vit. Æji, þetta var svo gaman. Það er svo gaman að eiga vini sem eru alltaf vinir manns, sama hvað það líður langur tími á milli heimsókna. Ragga og co. eru bara öðlingar, höfðingjar heim að sækja og ég get bara ekki hrósað þeim nægilega mikið :-)))) Eru alveg ekta... ef þú lesandi góður ert svo heppin að eiga svona vini er þér borgið, þetta fólk ætti að klóna og senda til Mið-Austurlanda, nó mor vor þer :-) Við fórum frekar ,,seint" að sofa, m.v. að maður keyrði frekar mikið þennan dag (fyrir utan að það var BILAÐ að gera í vinnunni, eins og vanalega). Laugardagur rann up með sól og dirrindý... rosalega er gott að sofa í svona litlu bæjarfélagi, engin bremsuför á malbikinu um miðjar nætur, engin læti og allt í dúndurlogni...uuummmm... hrjót, hrjót. Við Einsi vöknuðum við fagran símasöng kl. 7:30 en hann var þá kallaður á æfingar... nó mor slíp, enda þurfti maður þess ekki... við heimilisfólkið fengum okkur að
borða seint og um síðir þegar bakaranum á staðnum hugnaðist að opna sitt bakarí.. opið frá 10-16 um helgar, morgunsvæfur bakari þar á ferð :-/ Ég renndi á
rennsli um kl. 11 og horfði enn einu sinni á þetta gæðastykki sem Draumur á Jónsmessunótt er, annar skógur, önnur tré, önnur sviðsmynd og ekki var útkoman lakari en í L-iðaárdalnum. Eftir þessa upprifjun fór ég á hinn margrómaða Fiskidag á Dalvík og þurfti að bíða í bílalest sem náði lengst, lengst í burtu frá bænum... uþb 21 þúsund manns ákváðu að gera slíkt hið sama, enda var veðrið bara geðveikt. Sjávargolan var mas heit. Unnur Björnsóttir hafði tilkynnt komu sína á svæðið, en hún bjó einu sinni á Höfn og við vorum voða voða góða vinkonur í den.. þegar við vorum yngri. Við þvældumst eitthvað um svæðið, en það var bara allt of mikið fólk og allt of mikill hiti.... strukum að lokum í garðinn hjá Röggu og kjöftuðum og kjöftuðum þar...
kjöftuðum það mikið að ég missti af sýningunni.. ákvað þó að drífa mig í lokaatriðið, þó ekki væri nema til að klappa fyrir þessum stórgóðu leikurum... vissi að allt færi vel þótt ég horði ekki á í þetta sinn... klapp, klapp... þau eru ekki síðari en atvinnuleikarar...fer ekki ofan af þvi. Leikgleðin skeindi sér um hvert andlit og allir í ljómandi sköpum :-) Eftir sýningu brunuðum við ,,heim"... þe til Röggu Ofurgestgjafa, tókum okkur til og aftur upp í skóg, nú til að grilla og leika sér. Eftir þá gleði var haldið aftur á Dalvík, drukkið meira, sungið og spilað á gítar. Ég stakk reynda af frekar snemma, enda verður maður svo rosalega máttlaus og dofinn eitthvað eftir svona sólardag. Sunnudagurinn rann upp í enn meira ró og næði, við dúlluðum okkur bara og skruppum á Ólafsfjörð... ótrúleg þessi göng á milli, einbreið og umferðarljós... hvað á þetta að þýða... verí krípí :-/ Svo var bara brunað heim, en það gekk hægt... mikil umferð og ég fór ekkert mikið yfir 90 (mamma verður ánægð að lesa þetta)... Nú er ég búin að smitast af húsmæðragleðinni hennar Röggu og ætla að mála eldhúsinnréttinguna mína... Alli er hjá Bjössa og Hafdísi í nótt, svo ég get þá vaknað snemma og sett í vélar, málað, bakað, eldað, elskað.. gert allt klárt.
Er eiginlega hálf fegin því að hafa ekki farið á Gay-Pride, það rigndi víst mikið hér... auk þess að þegar ég fór síðast í þessa blessuðu skrúðgöngu kom mynd af mér í einhverri samtíðarbók (Ísland á 20. öld, eða eitthvað) undir samkynhneigðakaflanum og var ég ein af fáum sem voru í fókus... var spurð í mörgum boðum eftir það hvort ég væri þá loks komin úr skápnum :-/ Vil fá svona Straight-göngu líka.... púhúhú...
Tók reyndar frekar fáar
myndir á þessu ferðalagi, hefði 8 að taka meira... en svona er það þegar maður tapar sér í gleðinni :-)
Svo var ákeðin auka-auka-aukasýning á Draumnum, en hún verður þann 31. ágúst... þeir sem misstu af þessari snilld geta öðlast eilífa gleði og hamingju með því að mæta á þá sýningu... þá er loks hægt að slútta :-)