Jamm og jæja, þá er hann Einar minn kominn heim... reið á ryðfák sínum inn í menninguna um fimmleytið... ekki amalegt það og ég einnig að koma úr klippingu. Er ekki lífið bara skemmtilegt? Annars er lítið að frétta, ætli maður einbeiti sér ekki að því næstu daga að horfa djúpt í augu hans (hef samt aldrei fattað hvernig það er gert) og flissa? Ætla að fá hann til að setja upp nýtt kommentkerfi... til hvers að sofa hjá manninum ef maður fær ekki að brúka hann til slíks?
Annars óska ég eftir lífsmarki frá
Ekkilandi... skora á hana að fara að blogga e-ð... eða amk svara símanum :-) Skotta má líka láta mann vita hvenær hún kemur í bæinn... er að spá í að fara að efna til grímubúnangapartýs...