Mánudagur til mæðu...
Sumir mánudagar eru leiðinlegir. Það ætti að banna þá og hafa eilifa föstudaga. Mánaudagurinn í dag var einn af þeim, mér fannst allir í kringum ming vera svo vitlausir og eitthvað leiðinlegir... en sennilega var málið það að ég var bara sjálf vitlaus og leiðinleg. Suma daga eru bara batterýin búin og það er ekkert gaman að vera sífellt að ganga fyrir fullri orku. Líka þegar breytingar standa fyrir í vinnunni og maður veit ekki alveg hvernig það á eftir að enda. Óvissa, smjópissa....
Mamma og Kolli fóru heim aftur í dag, eftir að Kolli var búin að fá svotil fullkomið heilbrigðisvottorð frá Kalla lækni. Það voru góðar fréttir:-)
Bústaðaferðin lukkaðist með eindæmum vel, mikið
borðað, horft á sjónvarp, spilað og náttúran eitthvað skoðuð, ekki mikið þó því þarna voru ofsóknaróðar býflugur :-( *hrollur og skelfing* Þetta var hin rólegasta helgi og tók ég hausthreingerningu í eldhúsinu. Myndi aldrei nenna því heima hjá mér, óneinei...
Einsi byrjaði í nýju vinnunni sinni í dag og hans fyrsta frétt var sú að við værum að fara á árshátíð á föstudaginn með nýju vinnufélögunum... hnéhnéhné.... það verður gaman. Fyrirtæki sem maður þekkir ekki kjaft í... örugg skemmtun :-) En mér er spurn... er þetta eðlilegur tími til að halda árshátíð? Hver heldur árshátíð í september? Er það kannski hinn eðlilegi tími og við hjá Eddunni svona afbrigðileg? Við höldum alltaf okkar (eða ég held okkar.. hikst) í mars-apríl. Eníhá, best að dusta rykið af köflóttu jakkafötunum og ég verð að finna mér eitthvað í stíl :-) Trépils eða glerbuxur... hummm....
Kennarinn hans Alla tilkynnti mér í dag að Alli fengi stuðning í tvo tíma 2 x í viku næstu 6 vikurnar. Búin að berjast við þetta skítaskólakerfi síðan krakkinn byrjaði í þessum blessaða
skóla, eða í fjögur ár. Skyndilega hlustuðu þau... blessað barnið er svo líkur pabba sínum, engar fínhreyfingar til í genunum hans og skriftin eins og hjá blindum múrara. Vona bara að þetta lagist allt saman. Annars vona ég að hún fari að leyfa honum að láta ljós sitt skína í enskutímunum, ég alveg til í að fá hrós frá henni varðandi það mál, en neinei, hún yrðir ekki á hann í ensku. Spyr öll hin börnin á ensku og hann fulltalandi á þessu alþjóðatungumáli... hún er bara hrædd við samkeppnina.
Óvell... best að hella sér í hinn skemmtilega heim Spoprano-fjölskyldunnar... maður er alltaf svo þakklátur fyrir sitt auma líf á eftir :-)