...og vinnan heldur áfram...
Já, það er ekkert smá gaman að vera til... var standby í allt gærkvöl með að prufa nýja kerfið okkar og er búin að vera í allan dag að vesenast e-ð í sambandi við það. Sem betur fer er ég með tengingu hingað heim svo ég hef getað reykt yfir þessum ósköpum...
Annars snérust kynjahlutföllin algerlega við á mínu heimili í dag, Einsi fór með Alex Skúla, Alla og Sögu í bíó áðan á meðan ég vann og horfði á handboltann í sjónarpinu... eins og miðstéttarfaðirinn gerir oft. Til að vega aftur upp þessa brenglun ryksugaði ég, vaskaði upp, þreif klóstið, vaskinn og setti í tvær vélar. Nú fyrst get ég horft framan í mig og sagt:,,ég er kona".. híhíhíhí...