Hljómsveitin hét víst Suð og var alveg ágæt, svolítið Placebo-leg en ég verð að viðurkenna að ég er ekkert svo rosalega mikið að fíla það þegar rokkhljómsveitir spila í allt of litlum sölum. Hávaðinn er ótrúlegur og maður heyrir varla í neinu öðru en trommum og ekki er hægt að heyra orðaskil hjá söngvaranum. Ágætir samt.
Það var áhugavert að fara á þessa ráðstefnu hjá
Fjölmiðlasambandinu, margir góðir fyrirlesarar og áhugaverðar spurningar litu dagsins ljós. Verð að lýsa yfir hrifningu minni á staðsetningunni, Salurinn í Kópavogi er bara með flottari hljómburðum sem maður hefur upplifað. Bravó fyrir þeirri hönnun!
Í tilefni af því að það er föstudagur þá vil ég deila með ykkur einum góðum djókara:
Lögfræðingur einn hafði keypt sér glænýjan BMW og gat ekki
beðið eftir að sýna félögum sínum gripinn.
Allt í einu þegar hann opnar hurðina á bílnum fyrir utan skrifstofuna
sína kemur trukkur á fullri ferð og rífur hurðina af bílnum.
Lögfræðingurinn stekkur út og öskrar NEEEIIIII! Hann vissi að sama
hversu góður viðgerðarmaður reyndi að gera við bílinn þá myndi hann
aldrei verða jafn góður aftur.
Loks kom löggan og lögfæðingurinn hljóp að henni og öskraði
HELVÍTIS FÍFLIÐ Á TRUKKNUM KEYRÐI HURÐINA AF BMWinum
MÍNUM!!!
"Þú ert lögfræðingur er það ekki" sagði löggan.
"Jú, hvernig vissir þú það" svaraði lögfræðingurinn.
"Ja, það er nú bara það að þið lögfræðingar eruð svo uppteknir af
veraldlegum gæðum, að þið hugsið bara um peninga og eignir, ég
þori að veðja að þú tókst ekki einu sinni eftir því að það vantar á þig
vinstri hendina".
Lögfræðingurinn leit á hliðina á sér og öskraði
"NEEEEIII! ROLEX ÚRIÐ MITT!!!"