Skelltum okkur á línuskauta eftir vinnu í dag, Alli datt fjórum sinnum beint á rassinn og var orðinn verulega pirraður þegar við komum heim, enda drösluðumst við Árni með hann alla leið í Nauthólsvíkina... lofaði honum að fara styttri leið næst... næst?-spurði Alli... með kvöl í augum. Veit að þá vildi hann hellst selja þessa helvítis skauta og kaupa tölvuleiki fyrir peningana. Eftir heitt bað og hvíld þá var honum búið að snúast hugur... sem er eins gott því annars hefði mamma apast (sumargjöfin frá henni).
Er að fara á ráðstefnu í fyrramálið hjá Fjölmiðasambandinu, áræðanlega mjög skemmtileg í alla staði og kærkomin tilbreyting frá þessu venjulega. Alltaf jafn góð breyting þessi tilbreyting... Átti að fara á fund með Trúnaðarmannaráði í gærkvöldi, en sleppti því fyrir kvöldverðarboð hjá Sifjulínu og Gaujaling... þau voru að koma frá London, sáu Liverpool sigra e-ð lið á heimavelli og voru þvi afskaplega ánægð með ferðina :-) Ég fékk skartgripi (m.a. tásluhring sem ég hef leitað að lengi lengi) og Alli fékk ekta Hard Rock lyklakyppu... ekki slæmt það... fyrir utan þá staðreynd að ég veit stundum ekkert hvað ég á að gera í þessu blessaða trúnaðarmannaráði, ég er ekki lengur trúnaðarmaður...
Er að fara á einhverja tónleika með einhverjum sem ég veit ekkert hverjir eru... eða hvar þeir eru haldnir... hummmm... best að fara að meika símtöl...