Allt að gerast... nú erum við að opna forlagsverslun, eða réttara sagt forlagsþjónustu, hér á Suðurlandsbrautinni og allt yfirfullt af kössum, smiðum, tölvugæjum og alls konar fólki. Við stúlkukindurnar skiptum um staðsetningu þannig að í hvert sinn sem ég fer út að reykja þá skil ég sígóið eftir, veskið, húfuna eða eitthvað álíka mikilvægt. Það tekur smá tíma að venjast þessum nýja stað...
Aðrir hlutir eru líka að gerast, stærri og sterkari, feitari og fallegri en ég er svo feimin að ég þori ekki að segja frá þeim... strax... tíst, tíst....