Gaman að sjá hvað daglegt líf manns getur stjórnast af þessu blessða veðri. Núna er búið að vera bilað veður og því eru það rólegheitin sem eru við stjórnvölinn, gott að liggja undir sæng og glápa á kassann eða lesa góða bók. Við erum semsé búin að gera mikið af því um helgina, enda fyrirskipanir frá hinu opinbera um að hald sig inni... það er eins gott að hlíða því. Afrekaði samt að fara smá út á föstudagskvöldið, hitti Siggu Hrönn og Bjössa, vinnufélaga hennar, á Madonnu. Bjössi á skrítnasta kött í heimi, eitthvað Sphinkx-kyn, hef ekki hugmynd um hvernig það er skrifað, en þetta er hárlaust kvikindi og minnir minnst á kött... undarlegt fyrirbæri og skrítinn mjög. Þetta er eini köttur sinnar tegundar hér á landi, fyrir utan mömmuna svo hann er að spá í að flytja inn kerlingu til að fjölga kyninu... minnir á margt á sjómennina sem flytja inn skáeygðar grjónaætur því íslenska kvenfólkið er hætt að líta við þeim... eða ekki... humm... komin út á hálan ís.
Heyrði í fréttunum að þessi fellibylur sem gekk yfir Bandaríkin hefðir verið með vindstyrk upp á 25m á sek. Þessi lægð sem gengur nú yfir Ísland er með meiri vindstyrk, 28-29m á sek. og gat farið allt upp í 40 í verstu hviðunum... flugsamgöngur falla niður hér og nokkrar húsplötur fjúka... Bandaríkjamenn deyja og allt fer í kássu... Mér finnst samt verst að minn heittelskaði er fastur á 700 Egs.... verð því að deila rúminu með sjálfri mér aftur í nótt og það er ekki gaman :-( *grenj* Annars skaust hann austur því Alex Skúli átti ammæli (eða á ammæli á morgun), verður 11 ára drengurinn og sendum við honum okkar hjartanlegustu ammæliskveðjur... :-) Þessi börn eru að verða svo gömul, Alli var að segja mér frá því að þrír bekkjarfélagar hans hafa eða eiga kærustur... svona er þetta allt saman að skella á...