Tunglsýki Siggudísar

 

Bloggarar :

    Lilja & co.
    Halla krútt!
    Spunkhildar snilldin
    Þórunn Gréta
    Krumminn:-)
    Kynlegi Kvisturinn
    Ingunn
    Lilja lipurtá
    Bjarni og Elva
    Þráinn Sláinn
    Vibba
    Ásta Yfirnorn
    Gerður
    Siggi Huldar
    Syss
    Die Skelfir
    Svandís
    Skotta
    Heida The Beib
    Ási
    Ari bró
    Sigga Lára
    Gunnella glímudrottning
    Kollý
    Varrius
    Naflaló
    Nafna min
    Skaldid

Skemmtilegir krakkagormar

    R.E.M.
    G.S.M.
    Karitas Kjartansdóttir
    Guðlaug Nóa

Myndir

     Myndir
     Fleiri myndir
     Enn fleiri myndir
     Enn emm fleiri myndir
     Vetur 2007
     Eldgamalt
     Vetur 2008
     Dóttirin fallega
     Mars
     Marokkó
     Apríl & maí
     Sumar 2008
     Sumar 2008 Part Deux
     September 2008
     Október 2008
     November & des 2008

Hreyfimyndir

     Við á Youtube
  

     

Fyrri færslur:

  • desember 2009
  • nóvember 2009
  • september 2009
  • ágúst 2009
  • júlí 2009
  • maí 2009
  • apríl 2009
  • mars 2009
  • febrúar 2009
  • janúar 2009
  • desember 2008
  • nóvember 2008
  • október 2008
  • september 2008
  • ágúst 2008
  • júlí 2008
  • júní 2008
  • maí 2008
  • apríl 2008
  • mars 2008
  • febrúar 2008
  • janúar 2008
  • desember 2007
  • nóvember 2007
  • október 2007
  • september 2007
  • ágúst 2007
  • júlí 2007
  • júní 2007
  • maí 2007
  • apríl 2007
  • mars 2007
  • febrúar 2007
  • janúar 2007
  • desember 2006
  • nóvember 2006
  • október 2006
  • september 2006
  • ágúst 2006
  • júlí 2006
  • júní 2006
  • maí 2006
  • apríl 2006
  • mars 2006
  • febrúar 2006
  • janúar 2006
  • desember 2005
  • nóvember 2005
  • október 2005
  • september 2005
  • ágúst 2005
  • júlí 2005
  • júní 2005
  • maí 2005
  • apríl 2005
  • mars 2005
  • febrúar 2005
  • janúar 2005
  • desember 2004
  • nóvember 2004
  • október 2004
  • september 2004
  • ágúst 2004
  • júlí 2004
  • júní 2004
  • maí 2004
  • apríl 2004
  • mars 2004
  • febrúar 2004
  • janúar 2004
  • desember 2003
  • nóvember 2003
  • október 2003
  • september 2003
  • ágúst 2003
  • júlí 2003
  • júní 2003
  • maí 2003
  • apríl 2003
  • mars 2003
  • febrúar 2003
  • janúar 2003

     

    

 


laugardagur, desember 13

Jamm og jæja.. ætli það sé ekki best að koma einhverju á prent hér... Margt og mikið búið að gerast síðan ég kom við síðast s.s.:
Við skoðuðum íbúð í Eskihlíðinni, búin að gera mér gríðarlegar væntingar, því íbúðin var 4ra herb. með hornbaðkari, 40 fm. bílskúr, gaseldavél og ég veit ekki hvað og hvað.. svo reyndist þetta vera frekar illa skipulögð íbúð með allt of litlum herbergjum og gluggum sem láku. Þar fór það. Kennir manni að búast alltaf við hinu versta og ekki gera sér neinar vonir.
Alli er búinn að fá tvisvar nammi í skóinn, ég er ekki sammála vali jólasveinsins... ef ég hefði fengið að ráða þá hefði hann fengið kartöflu... skólamál eru ekki að ganga neitt sérwstaklega vel :-(
Við erum að fara með Alla í greiningu á miðvikudaginn og verður forvitnilegt að sjá hvað kemur út úr því. Þessi læknir er heila-tauga- og barnalæknir... vona að hann hafi vit á því sem hann er að gera... en býst ekki við neinu, af fyrri reynslu.
Jólin eru víst að koma og undirbúningur þeirra gegnur ágætlega á mínu heimili, ætla að baka eitt piparkökuhús og láta þar við sitja... hef ekki pláss fyrir 18 sortir og finnst smákökur ekkert vera það geðveikislega góðar að þær séu ómissandi á aðventunni. Hreingerningar ganga hægt. Þvottur gengur ekki neitt. Er þó búin að skreyta smá og vefja aðventukransinn. Jólamyndirnar áttu að vera teknar um helgina, en þá datt Alli í skólanum og er með risa marblett á kinninni og ég vaknaði í fyrradag með nýtt höfuð á vörunni, svokallaða frunsu af verstu sort. Fresta því um nokkra daga.
Alli gaf mér jólagjöfina í gær, frímiða á leik Vals og Þórs Akureyri í handbolta. Honum hefði verið gefið þetta í skólanum og hann sagðist ekki eiga neina peninga til að eyða í mig.. svo sá ég þessa frímiða liggja fyrri Pétri og Páli í Hlíðarkjörum... Það er samt hugurinn sem gildir :-)
Kærastinn minn er búinn að vera sveittur að sýna íbúðina sína en engin tilboð hafa komið, enn... þolinmæði... þolinmæði...
Við fórum á jólahlaðborð með Eddunni um síðustu helgi, það var supræsinglý gaman. Við stelpurnar í deildinni höfðum fengið það verkefni að gera e-ð prakkarastrik og fengum við Helga Róbert til að vera Fulli þjónninn. Það tókst mjög mjög vel og átti að henda honum út og alles. Hann var að syngja í míkrafóninn, borða af hlaðborðinu, glápa á brjóst, daðra og drekka fyrir framan alla. Brynja hans Bubba og Magndís töluðu við yfirkokkinn og ætluðust til að hann hennti greys Helga Róbert út... við hlógum og hneyksluðumst með... þetta tókst alveg frábærlega. Fórum samt snemma af þessari samkuntu í þá næstu, svo aðra, svo aðra, svo aðra og enduðum hér heima, ásamt fyndnu, frægu og fallegu fólki. Þetta var frábært djamm...
Í kvöld er okkuð boðið í Irish til Eiríku, á morgun er það jólagleði hjá Hugleik... og þá er lokið síðustu helginni sem ég og Alli höfum saman fyrir jól... já, þetta er víst allt að skella á. Við Einsi verðum hjá foreldrum hans um jólin, það verður væntanlega skrýtið, ókunnugt hús sem ég hef aldrei komið í (tel ekki með skiptið fyrir 13 árum síðan) og þau með einhverja siði og venjur sem ég er ekki vön. Veit samt að þetta verður frábært. Það hafa allir gott að því að víkka sjóndeildarhringinn og prufa eitthvað nýtt... þótt það sé um jólin.

P.s. Hver vill stofna með mér stjórnmálaflokk? Ná eins og einum manni á þing og njóta til fullnustu þeirra forréttinda sem þeir fá, eyða styrkjum í vitleysu og vera bara spilltur fyrir opnum tjöldum? Nei, við fengjum ekki einn mann á þing... við værum í meirihluta og í ríkisstjórn! Hver vill vera memm? Pant vera ,,menningar"málaráðherra, þ.e.a.s. stýra öllum samkuntum, partýum og almennri drykkju og vitleysisgangi...

(0) comments

miðvikudagur, desember 3

Í boði Kollýar....


Bréf frá mömmu til jólasveinsins


Kæri Jóli!

Ég er búin að vera svo góð mamma allt þetta ár. Ég hef eldað mat, bakað,
tekið til, og knúsað eftir þörfum. Setið á læknabiðstofum, þrifið gubb,
kysst á bágt, verið virk í foreldrafélaginu, rólað, kubbað og drullumallað.

Ég var að vonast til að þú dreifðir þessum óskum mínum yfir nokkur jól, þar
sem ég þurfti að skrifa þetta bréf með rauðum vaxlit sem sonur minn á, aftan
á gamalt umslag, í þvottahúsinu meðan ég beið eftir að vélin kláraði, til að
geta sett í þurrkarann. Hver veit hvenær ég hef næst lausan tíma næstu 18
ár.

Hér eru jólaóskirnar mínar.

Ég vil gjarnan fá nýja fætur sem þreytast ekki þó þeir hlaupi á eftir
krökkum allan daginn (allir litir nema fjólubláir, ég á svoleiðis). Ég vil
líka gjarnan fá handleggi sem eru nógu sterkir til að bera organdi krakka út
úr nammideildinni í hagkaup. Svo vil ég gjarnan fá nýtt mitti, virðist hafa
týnt því gamla einhverntíman á síðustu meðgöngu.

Ef þú ert í því að gefa stóra hluti þetta ár, þá vildi ég gjarnan eiga bíl
með rúðum sem ekki kámast, útvarp sem spilar engöngu fullorðinstónlist,
sjónvarp sem sýnir enga þætti með talandi dýrum og ísskáp með leynihílfi þar
sem ég get talað í símann í friði.

Á praktískari nótum myndi ég gjarnan vilja talandi dúkkudóttur sem segir
alltaf "já mamma mín" til að efla uppeldislegt sjálfstraust mitt, eitt
smábarn sem hætt er á bleyju, tvö börn sem slást aldrei, vettlinga og húfur
sem ekki týnast, og rennilása sem rennast sjálfir.

Ég gæti vel notað geisladisk með upptöku af tíbeskum munkum sem kyrja "ekki
borða í stofunni" og "láttu bróður þinn í friði" þar sem röddin mín virðist
vera á einhverju tíðnisviði sem börnin nema alls ekki, bara hundurinn.

Ef það er orðið of seint að finna þessa hluti þá get ég alveg sætt mig við
nægan tíma til að bursta tennurnar og greiða mér á morgnana og geta borðað
matinn minn áður en hann kólnar. Svo gæti ég alveg þegið nokkur
jólakraftaverk til að lífga upp á skammdegið. Væri til of mikils mælst að
gera tómatsósu ð grænmeti, það myndi létta verulega á samvisku minni?


Það væri líka til bóta ef þú gætir fengið börnin mín til að hjálpa til á
heimilinu, án þess að krefjast borgunnar eins og ítalskir mafíósar og ef
stubburinn minn væri ekki svona krúttlegur þegar hann stelst í ískápinn rétt
fyrir mat.

Jæja Jóli. Nú hringir bjallan á þurrkaranum og sonur minn lemur á hurðina og
vill fá litinn sin aftur.

Góða ferð heim og bið að heilsa Grýlu.

Jólakveðja, mamma.

PS.
Eitt að lokum. Geturðu afturkallað allar óskir um að börnin mín verði alltaf
nógu ung til að trúa á þig.

(0) comments