Tunglsýki Siggudísar

 

Bloggarar :

    Lilja & co.
    Halla krútt!
    Spunkhildar snilldin
    Þórunn Gréta
    Krumminn:-)
    Kynlegi Kvisturinn
    Ingunn
    Lilja lipurtá
    Bjarni og Elva
    Þráinn Sláinn
    Vibba
    Ásta Yfirnorn
    Gerður
    Siggi Huldar
    Syss
    Die Skelfir
    Svandís
    Skotta
    Heida The Beib
    Ási
    Ari bró
    Sigga Lára
    Gunnella glímudrottning
    Kollý
    Varrius
    Naflaló
    Nafna min
    Skaldid

Skemmtilegir krakkagormar

    R.E.M.
    G.S.M.
    Karitas Kjartansdóttir
    Guðlaug Nóa

Myndir

     Myndir
     Fleiri myndir
     Enn fleiri myndir
     Enn emm fleiri myndir
     Vetur 2007
     Eldgamalt
     Vetur 2008
     Dóttirin fallega
     Mars
     Marokkó
     Apríl & maí
     Sumar 2008
     Sumar 2008 Part Deux
     September 2008
     Október 2008
     November & des 2008

Hreyfimyndir

     Við á Youtube
  

     

Fyrri færslur:


     

    

 


laugardagur, desember 13

Jamm og jæja.. ætli það sé ekki best að koma einhverju á prent hér... Margt og mikið búið að gerast síðan ég kom við síðast s.s.:
Við skoðuðum íbúð í Eskihlíðinni, búin að gera mér gríðarlegar væntingar, því íbúðin var 4ra herb. með hornbaðkari, 40 fm. bílskúr, gaseldavél og ég veit ekki hvað og hvað.. svo reyndist þetta vera frekar illa skipulögð íbúð með allt of litlum herbergjum og gluggum sem láku. Þar fór það. Kennir manni að búast alltaf við hinu versta og ekki gera sér neinar vonir.
Alli er búinn að fá tvisvar nammi í skóinn, ég er ekki sammála vali jólasveinsins... ef ég hefði fengið að ráða þá hefði hann fengið kartöflu... skólamál eru ekki að ganga neitt sérwstaklega vel :-(
Við erum að fara með Alla í greiningu á miðvikudaginn og verður forvitnilegt að sjá hvað kemur út úr því. Þessi læknir er heila-tauga- og barnalæknir... vona að hann hafi vit á því sem hann er að gera... en býst ekki við neinu, af fyrri reynslu.
Jólin eru víst að koma og undirbúningur þeirra gegnur ágætlega á mínu heimili, ætla að baka eitt piparkökuhús og láta þar við sitja... hef ekki pláss fyrir 18 sortir og finnst smákökur ekkert vera það geðveikislega góðar að þær séu ómissandi á aðventunni. Hreingerningar ganga hægt. Þvottur gengur ekki neitt. Er þó búin að skreyta smá og vefja aðventukransinn. Jólamyndirnar áttu að vera teknar um helgina, en þá datt Alli í skólanum og er með risa marblett á kinninni og ég vaknaði í fyrradag með nýtt höfuð á vörunni, svokallaða frunsu af verstu sort. Fresta því um nokkra daga.
Alli gaf mér jólagjöfina í gær, frímiða á leik Vals og Þórs Akureyri í handbolta. Honum hefði verið gefið þetta í skólanum og hann sagðist ekki eiga neina peninga til að eyða í mig.. svo sá ég þessa frímiða liggja fyrri Pétri og Páli í Hlíðarkjörum... Það er samt hugurinn sem gildir :-)
Kærastinn minn er búinn að vera sveittur að sýna íbúðina sína en engin tilboð hafa komið, enn... þolinmæði... þolinmæði...
Við fórum á jólahlaðborð með Eddunni um síðustu helgi, það var supræsinglý gaman. Við stelpurnar í deildinni höfðum fengið það verkefni að gera e-ð prakkarastrik og fengum við Helga Róbert til að vera Fulli þjónninn. Það tókst mjög mjög vel og átti að henda honum út og alles. Hann var að syngja í míkrafóninn, borða af hlaðborðinu, glápa á brjóst, daðra og drekka fyrir framan alla. Brynja hans Bubba og Magndís töluðu við yfirkokkinn og ætluðust til að hann hennti greys Helga Róbert út... við hlógum og hneyksluðumst með... þetta tókst alveg frábærlega. Fórum samt snemma af þessari samkuntu í þá næstu, svo aðra, svo aðra, svo aðra og enduðum hér heima, ásamt fyndnu, frægu og fallegu fólki. Þetta var frábært djamm...
Í kvöld er okkuð boðið í Irish til Eiríku, á morgun er það jólagleði hjá Hugleik... og þá er lokið síðustu helginni sem ég og Alli höfum saman fyrir jól... já, þetta er víst allt að skella á. Við Einsi verðum hjá foreldrum hans um jólin, það verður væntanlega skrýtið, ókunnugt hús sem ég hef aldrei komið í (tel ekki með skiptið fyrir 13 árum síðan) og þau með einhverja siði og venjur sem ég er ekki vön. Veit samt að þetta verður frábært. Það hafa allir gott að því að víkka sjóndeildarhringinn og prufa eitthvað nýtt... þótt það sé um jólin.

P.s. Hver vill stofna með mér stjórnmálaflokk? Ná eins og einum manni á þing og njóta til fullnustu þeirra forréttinda sem þeir fá, eyða styrkjum í vitleysu og vera bara spilltur fyrir opnum tjöldum? Nei, við fengjum ekki einn mann á þing... við værum í meirihluta og í ríkisstjórn! Hver vill vera memm? Pant vera ,,menningar"málaráðherra, þ.e.a.s. stýra öllum samkuntum, partýum og almennri drykkju og vitleysisgangi...

Comments: Skrifa ummæli