Morgunfréttir
Mamma fór víst í umbúðaskipti kl. 21 í gærkvöldi, það var greinilega mikið að gera á skurðstofunni á gamla Borgarspítalanum... en við höldum að það sé gott merki að hún hafi verið látin bíða, þannig séð... það er engin sýking í sárinu og því enginn asi á að skera meira :-) Maður verður að gleðjast yfir því sem hægt er í stöðunni. Við Einsi fórum í leikhús að sjá Patataz, ágætt stykki... þannig séð... óHugleikst eins og einhver sagði, en fínt stykki. Strákarnir komu ekkert á Stöðvafjörð fyrr en hálfþrjú í nótt svo þeir voru líklegast dauðuppgefnir þegar þeir komu... heyrði samt ávinning af því að þeir hafa farið á hlaupahjólið þegar þeir áttu að skríða upp í rúm.. ormarnir :-)
Er farin uppeftir til mömmsu gömlu... blogga í kvöld fréttir, ef einhverjar eru :-)