Kraftur í kerlu!
Mamma er alveg ótrúleg... hún var tekin af aðal svefnlyfinu í síðustu viku eins og áður hefur verið greint frá , en það olli svo miklum lyfjafráhvörfum að hún var sett á þetta ógeð aftur, en helmingi minni skammt. Þetta tekur bara tíma, en hún er öll að vakna einhvernveginn og tók upp á því á laugardagskvöldið að rífa sig úr öndunarvélinni! Hún hefur verið svo rosalega ringluð og öll á iði og vill barasta drífa sig þaðan út. Ég fór með Magga uppeftir á laugardaginn og það var svo gaman að sjá framan í hana þegar hún fattaði hver þetta var, andlitið alveg ljómaði upp og hún varð svo glöð og hamingusöm. Það er svo gamana að sjá hana verða sjálfri sér lík, hún rétti fram höndina og gerði stút á munninn þegar ég kom í gær, vildi bara kyssa mig og knúsa :-) Þetta eru bara erfiðir dagar þegar það er verið að taka hana af lyfjunum og hún óróleg, tala nú ekki um þegar hún getur ekkert tjáð sig vegna öndunarvélarinnar. En þetta er allt að stefna í rétta átt... jibbýkajeij.
Við skelltum okkur í leikhús í gær, sáum Klaufar og kónsdætur... það var bara brill og hin fínasta skemmtun. Að vísu náði ég til að dotta eftir hlé en sýningin missti aðeins niður dampinn þá... en það er alltaf gott að leggja sig hér og þar... ég virðist vera komin með þann hæfileika að geta lagst niður og sofnað hvar og hvenær sem er, mikil þreyta uppsöfnuð :-/ Eiríka er ekki ennþá komin með þetta blessaða barn sitt, hún er í mæðraskoðun núna og var að leita að hjúkku til að helst sprengja belginn, enda er óþolandi að bíða bara og bíða og vera með verki... :s Svo átti Bonnie ammæli í gær en hún er konan hans Magga bró. Af því tilefni þá buðum við þeim á Argentínu og éggetsvosvariðþað að þar fékk ég alveg þá langbestu súkkulaðiköku sem ég hefnokkurntímannsmakkað... omg... ég huxa að svona smakkist himnaríki, ef það væri til.. :-) Svo er svo gott veður og kominn svo mikill vorhugur í mann að það á bara að taka ábreiðuna af grillinu á eftir og skella sér í smá grillhugleiðingar, Maggi og þau borða kannski með okkur... eiga kanar ekki að vera svo miklir sérfræðingar í að grilla?