Úfff....
Held að gærdagurinn hafi verið sá erfiðasti hingað til... eða sá næst erfiðasti... eða eitthvað... þetta rennur allt saman í móðu :-/ Mamma er að hætta á þessu ofurverkjalyfi sem hún hefur verið á, en það er sterkara en morfín og hefur svo lamandi áhrif á öndunarveginn. Þar með er kerla að komast til einhversskonar meðvitundar og þar af leiðandi er allur sársauki að aukast og allt að vakna. Það var hryllilegt að geta ekkert gert og vita ekkert hvar hana verkjar þegar hún var með samankrumpað andlitið af sársauka. Ég vona til guðs að hún muni ekki eftir þessum sársauka sem hún er að upplifa því hann hlýtur að vera gríðarlegur ... Ég sagði henni frá handleggnum í tvígang í gær, veit ekki hvaða svipur það var sem kom á hana en hann var minnisstæður. Hún var rosalega mikið að reyna að skoða og hreyfa höfuðið að öxlinni og hjúkrunarkonan taldi að það væri kannski einhverjir draugaverkir í hendinni :-/ Við funduðum með læknunum og þar kom fram að þetta ástand getur þessvegna varað í viku til viðbótar, en hún er með svo miklar lungnabólgur að það er ekki hægt að taka hana úr öndunarvélinni strax. Góðu fréttirnar eru þær að hún verður barkaþrædd með öndunarvélinni vonandi sem fyrst og þá losnar hún við slönguna í munninn. Fríða syss telur að hún eigi þá líka eftir að getað talað... sem er bara snilld og guðhvaðégvonaaðþaðverðigertsemfyrst. Samkv. upplýsingum sem ég fékk frá Ólöfu hjúkrunarfræðingi í morgun þá svaf mamma ágætlega í nótt, hún fékk svefnlyf og aukaskammt af morfíni og virðist vera að vakna... eða með semi meðvitund. Maður veit bara aldrei. Næst á daxkrá er að fá kerlu úr öndunarvélinni svo hún geti farið að fárast með mér yfir þessu Fisher-máli ... og spáið í kærustunni hans? Æji, ég er kannski með fordóma og þekki manninn ekki neitt... en mér finnst hann bara vera snarbilaður og ætti að vera einhversstaðar annarsstaðar en á okkar framfæri.