Var mikið upp á spítala í dag, mamma er að koma til... lungun að jafna sig en ég er orðin leið á þessu ástandi... leið á að blogga um þetta, leið á að hanga í einhverju svona ástandi. Vona bara að hún fari að hressast meira svo hún geti farið að fá leið á þessum blessaða spítala. Samt er starfsfólkið þarna uppfrá eitthvað það yndislegasta sem ég hef hitt og er jafn indælt og umhyggjusamt og það fær lág laun... því miður. Maggi bró er að leggja af stað í leiðangur á Klakann á morgun og er áætlað að hann lendi hér á laugard.morgun... ég vona bara að Eiríka verði komin með barnið þegar hann lendir... svolítið asnó að ælta að koma til landsins til að skoða nýjasta barnabarnið sitt og það er ekki fætt ennþá... :s Næsta helgi er frátekin í rólegheit með drengjunum öllum, stórum sem smáum ... ætlum mas að kíkja á Klaufa og kónsdætur á sunnudaginn... býst ekki við öðru en ljómandi skemmtun þá :-) Talaði við Kolla áðan, hann var hress blessaður karlinn... hann er svo mikið krútt... var að spyrja hann hvað hann hefði haft fyrir stafni í dag og hann eitthvað já, ég skellti mér í sturtu... ekkert föndur fyrir hann á morgun því Bylgja sem sér um það ætlar að vera í fríi. Hann fer kannski í göngutúr í staðin... vona bara að hann hafi það í alvöru fínt... ekki bara að hann sé að segja það.
Hvað um það, við fjölskyldan erum að skella okkur í Baunaveldi í sumar, ætlum að eiga húsaskipti við fólk i Köben og er áætlað að við verðum þar í einhverja 10 daga. Huxa að 10 dagar með tveim rauðhærðum á meginlandinu í júlí sé alveg fínn tími...
Jæja, best að halda áfram að vinna :->