Today: a happy day :-)
Maggi bró er kominn til klakans, lenti í morgun og af sjálfsögðu stökk ég út í bakarí til að taka á móti þeim með ilmandi bakkelse og kaffi. Þau komu með óhuganlega mikið af gjöfum til okkar eins og venjulega og verður maður alltaf hálf vandræðalegur þegar þau skella á manni öllum ,,tollinum" .... en við erum ennþá ekki búin með allt vodkað sem þau keyptu handa okkur síðast. Þau færðu Figaró fullt fullt af gjöfum og á hún örugglega eftir að vera með harðspettur eftir daginn.. það er svo mikið nýtt að sjá og skoða. Alli og Alex Skúli fengu fullt og ég og Einsi einhver föt... þetta er bara svo mikið að maður verður auðmjúkur... ég var búin að safna saman í smá pakka handa þeim, en það voru bara tveir bolir, ein bók, kaffikrús... það var ekki neitt miðað við hvað okkur var fært... owel, lítið við því að gera. Svo báðum við þau um að kippa með sér iPod-shuffle handa strákunum, en stykkið kostar bara 100 dollara og átti það að vera sumargjöfin til þeirra frá okkur. Neinei, bróðir minn alltaf svo grand á því... sendir Palla út í búð með þeim skilaboðum að kaupa besta iPoddinn sem hann sæi... og af sjálfsögðu komu þau með tvo 30BG risa-podda fyrir þá... soldið meira en við ætluðum að gefa þeim... hósthósthóst.. nú eiga þeir stærri, sterkari og flottari podda en við... Af mömmu er það sama að frétta, hef að vísu ekki ennþá kíkt uppeftir en ég bjallaði í morgun. Hún er semsé ekki ennþá komin úr öndunarvélinni en ég vona að það fari að gerast. Í dag er gleðidagur og get ég ekki beiðið eftir að sjá svipinn á mömmsu þegar hún hittir Magga... þau hafa ekki sést í mörg mörg ár... Vonandi verður þetta gleðidagur hjá ykkur hinum líka :-)