mánudagur, nóvember 28
Köttur leikur sér að mús :-)
(2) comments
föstudagur, nóvember 25
arg...
..... pirrr.... arg... pirrrr.... ekki skettleg byrjun á helginni . . . að vera í pirruðu skapi er ekki góð skemmtun :-/
(0) comments
miðvikudagur, nóvember 23
Hvísl í ljósi....
Við hjónaleysin erum að leikstússast smá, ég er að hvísla fyrir LH og líst ljómandi á þeirra næsta verkefni, alltaf gaman að sjá Tolla fara á kostum eins og ætíð :-) Einsi er aftur á móti í Djúpum, því hann er að ljósamannast eitthvað hjá Alþýðurleikhúsinu eða eitthvað solleis . . . ég bendi á að eftir að hann var að ljósast uppi hjá Alex Skúla um síðustu helgi þá deyr ljósið í gestaherberginu og inni hjá Alla þegar Alex Skúli fer að sofa... hósthóst... en ég efast ekki um að þetta eigi eftir að reddast og ganga ljómandi vel, að alízlenskum sið :-) Hvað um það... komin hálf vinnuvika og mar ekkert búinn að blogga og jólin að koma og við að fara út eftir smá... þetta er nú meira...
(0) comments
sunnudagur, nóvember 20
Kaffistund í Álakvíslinni
 Kerlan henti í pönnsur :-)
(0) comments
laugardagur, nóvember 19
Mmmm.. má ég fá rjóma?
(0) comments
miðvikudagur, nóvember 16
Þetta er annar köttur
 . . . þessi lifði ekki lengi, vei ekki hvað kom fyrir hann... hahah... djók :þ
(1) comments
Þetta er hún Gulla, Gulla er grallari
 Litla dýrið okkar hefur fengið nafn og það ekkert smá nafn, ekki nóg með að þetta er nafn sem hæfir hennar kyni og tegund (Alli 8 einu sinnu kaktus sem hann skýrði Toyota!) heldur höfum við gefið tengdó nöfnu. Þannig er að þegar ég was a little görl þá 8 ég svona gulan kött sem hét Gulli :-) Gulli var besti vinur minn og við pössuðum allaf upp á hvort annað, eftir því sem ég best veit ... eða man... sem er frekar lítið. Nú, Gulli þessi var mikill flakkari og áræðanlega prakkari því hann stakk af heiman einn daginn og mamma heyrði af honum næst í næstu sveit (man ekki hvaða sveit það var, gullfiskur með minni og allt það) Okkar köttur er gulur sem sól, ógurlega sæt og mikill prakkari. . . ber nýfenginn prjónaáhugi minn glökkt vitni um það, enda hef ég ekkert getað prjónað undnafarið því þá hangir kötturinn í bókstaflegri merkingu í prjónunum mínum . . . þessi börn (dæs:-) ) Og fyrst mar er ekki að koma með krakkagrísling til að skíra í höfuð á tengdó þá er alveg eins gott að koma með eitthvað fallegt, sem fer vel við parketið og ekki þarf að skipta á; kötturinn Gulla gjöriðsvovel :þ
(0) comments
Og komið nýtt kerfi...
... djöfuls að missa út öll kommentin... en það er ekki í fyrsta sinn :þ Einhver séð hundinn minn?
(3) comments
þriðjudagur, nóvember 15
Auglýsi hér með eftir hundinum mínum!
(0) comments
Blogger spogger...
... djöfuls drasl... síðan mín sjö ár að hlaðast upp og ekkert commentkerfi... arg...
(0) comments
föstudagur, nóvember 11
Velkomin til okkar litla snúlla :)
 . . . hún fer svo dásamlega vel við parketið :-)
(0) comments
fimmtudagur, nóvember 10
Og þau brosa marga hringi...
Von á lítilli dömu á þetta heimili eftir nokkra tíma, við erum að fá kisustelpu frá Grundarfirði og ég veit ekki hvort okkar er spenntari, ég eða Alli . . . best að klára að vinna svo mar geti fari að finna til svefnstað, matardall og kattardót. Var með fiskipúpu í dinner í kvöld svo ilmurinn sem mætir henni er eitthvað sem hún kemur til með að muna, elsku snúllan... snúllýsnúll.... :-)
(0) comments
mánudagur, nóvember 7
Gúdbæj prescjos Hlíðartún :-)
Löng og frekar strembin helgi að baki, við Alli fórum strax eftir vinnu á föstudaginn austur á Höfn því nú skyldi sú gamla flutt yfir í húsnæði sem hentar henni betur og er miklu nær Kolla. Einsi kom á eftir með mömmu sinni og Svandísi vinkonu hennar en þær voru að koma frá Grikklandi og því þreyttar eftir langt ferðalag :-/ Sauðfénu í suðursveit fækkaði um eina rolluskömm sem kunni ekki nægilega vel umferðarreglurnar, en hún sinnti ekki flauti Einars né bremsuóhljóðum og starði beint með glyrnunum sínum á bílljósin nálgast. . . af sjálfsögðu sýndi maðurinn minn snilldar ökutakta og tókst að koma i veg fyrir að hún kæmi þeim í bílveltu en hún lét sér nægja að koma þeim út af . . .djöfuls rollupakk. Löggan tjáði þeim að tryggingarnar coveruðu þetta, en daginn eftir komumst við að því að tryggingarnar covera fjárans rolluna til bóndans... ekki skemmdirnar á bílnum! Spáiðíssu... Finnst að allir bændur ættu að bera ábyrgð á sínum fjárans rollum. . . og fyrst trygginarnar okkar covera helvítis rolluna, má mar þá ekki eiga hræið? Owell... ef það var ein rolla á grilli hjá Einsa þá var önnur í potti sem beið þeirra þegar þau loks komu í Hlíðartúnið, en mammsa hafði eldað kjötsúpu sem rann ljúflega niður undir baktali um íslenskt sauðfé og íslenska sauðfjárbændur. Laugardagurinn var tekinn snemma og kerla flutt á einhverjum fjórum tímum :-) Strákarnir í vöruafgreiðslunni eru alltaf svo miklir öðlingar og hjálpuðu okkur . . . veit ekki hvað mamma gerði ef hún hefði ekki þessa gæðamenn til að aðstoða sig við allt og allt :-) Kerlu var semsé komið inn á mettíma, ljós tengd og Heiðrún kom með pönnsur handa mannskapnum :-) Alli staðhæfði að við keyptum alltaf ís í í Hafnarbúðinni á laugardögum þegar við erum á Höfn svo ég stökk og gladdi margan mallakútinn með því líka :-) Á sunnudeginum kíktum við á Kolla, en hann fattaði alveg hver við vorum eftir smá stund og var agalega sætur og glaður... alltaf svo ógurlega mikið krútt og ljúfmenni :-) Svo brunuðum við (kannski í síðasta sinn) upp í Hlíðartún og tókum aðeins á eldhúsinu með mömmu og komum heim í gær, það seig svolítið í bílinn á leiðinni í bæinn því hann var svo hlaðinn af drasli sem mamma var að losa sig við og dót sem ég var að finna heima (m.a. bréf úr Skógaskóla... komst í gull og gersemar, Kollý ...hahhah...). Ótrúlega var gaman að getað hjálpað þeirri gömlu og ég er ennþá oft á dag agndofa yfir kraftinum í henni . . . Hvað um það... hér eru myndir, gjöriðsvovel :-) Og munið . . . sauðfé á ekki heima á grillum, bara í pottum!
(0) comments
fimmtudagur, nóvember 3
Vottþefokk?????
 Var að horfa á sjónvarpið í kvöld og langar ekkert lítið til að fara í sturtu, með sanpappír til að skrúbba mig alla og skrjúfjárn til að stinga úr mér augun... þetta er nú meiri andskotans úrkynjunin og ógeðslegheitin sem er verið að bjóða manni upp á... slökkti þegar róninn var að ríða fósturdóttur sinni og einhverjir hommatittar að ríða á milli verlsunarhillna . . . b.t.w. ég gerði tilraun til að fylgjast með Ástarfleyginu (þótt ekki væri nema bara til að hlægja að Valdemar Erni Flígeríng) en varð frá að hverfa... ætli mar sé orðinn svona gamall og siðprúður í huxun? Oij... ég bara ... já, ok... takk... nú var sonur rónans að pissa yfir hann.,... því hann var að ríða kærustu hans... sem er fórsturdóttir hans... omg... were all going to Hell . . .
(0) comments
miðvikudagur, nóvember 2
OF mikið að gera...
... og lítill tími :þ
(0) comments
|