mánudagur, október 23
Æji, hvað á mar svo að hafa í matinn í kvöld... ?
Við áttum alveg fína ferð austur til mömmu - hvasst á leiðinni og því var farið frekar hægt en ögullega yfir, náði því þó að vera undir 6 tímum :) Hjá mömmu beið okkar grjónagrautur með slátri sem við vorum agalega fegin að fá - eins og má sjá...  Fórum til Kolla á laugardaginn, sem var óvenjuhress m.v. heilsu síðustu daga og þekkti hann óþekktarstelpuna og alles. Við fengum agalega stórt bros frá honum... en hann fékk flensusprautu seinna um daginn og var ekki jafn hress á sunnudeginum :/ Við kíktum líka upp í Almannaskarð og fékk Alli að grípa í stýrið á Stokknesi og er þetta í síðast sinn, gott fólk sem ég sit undir þessu ,,barni" - enda orðinn jafn stór og mammsa sín og þungur eftir því... :/  Annars var þetta barasta hin fínasta ferð í alla staði og tók drengurinn þá ákvörðun eftir margra klukkutíma spjall að fermast... já.. hann ætlar að láta verða af því... en ekki í kirkju. Við erum að skoða möguleikana sem er boðið upp á hér - veit að margir í fjölskyldunni verða hissa/súrir yfir þessari ákvörðun en þetta er hans ákvörðun og kemur ekkert annað til greina en að standa við bakið á barninu... enda er þetta hans líf.. ekki okkar :-) Ætla að fara að drífa mig í skvass - skrokkurinn ekkert búinn að reyna mikið á sig síðan á föstudag og þegar mar er kominn í svona góða þjálfun þá þýðir það ekki neitt... fyndið... hitti Fúsa Kröyer í Veggsporti í síðustu viku en hann er að lyfta þar á fullu... haha... hann hefur ekkert breyst ;)
(1) comments
miðvikudagur, október 18
Letiblogg...
Það er varla að ég nenni að blogga þessa dagana, ekki það að það sé lítið búið að gerast hér á bæ - heldur meira það að ef mar tjáir sig er von á að það sé einhver nafnlaus að hrauna á mann... sem er ekki skemmtilegt. Ætla því ekki að tjá mig um Jón Pétursson, dæmdan ofbeldismann og nauðgara né neitt annað sem getur þyrlað upp fallegu yfirborðinu. Höfum bara yfirborðið slétt og fellt... Við Alli ætlum að fara til mömmsu og Kolla um helgina, fæ að fara fyrr úr vinnuni á föstudaginn til að geta mögulega brunað þetta í dagsbirtu. Alli fékk 9.3 út úr enskuprófi - hann er svo afskaplega duglegur og gáfaður þetta barn... vildi samt óska að áhuginn og metnaðurinn myndi ná yfir dönskuna líka en í síðasta prófi var meðaleinkunin undir fimm hjá bekknum og einkunin hans Alla reif hana ekkert upp. Við ætlum að gera átak í dönsku á heimilinu og ætli mar endi ekki með heimilishaldið eins og það var hjá Philip Vogler... enska f.h., danska e.h. og íslenska á kvöldin... eða hvernig sem það var... það fannst manni fyndið á sínum tíma... but it works! Kenndi Alla ensku á mettíma áður en við fórum til Svöndu Pöndu á sínum tíma með því að tala við hann á ensku á kvöldin... en enskan liggur kannski betur við en danskan... gæti vel trúað því... Auglýsi hér með eftir rafvirkja sem getur komið og gert við þurrkarann minn (líklegt að það sé einhver atvinnulaus rafvirki að lesa bloggið mitt... keep on dreaming, girl!). Talaði við umboðið og það er ekkert ódýrt að láta gera við svona... þeir geta sent mann heim fyrir mann til að kíkja á hann, ef hann er undir hálftíma að komast að biluninni þá kostar það BARA sjöþúsund... ef ég tek sjéns og kaupi nýtt element þá kostar það tíuþúsund og ekki er hægt að fá annan varahlut fyrir það ef það er síðan ekki elementið sem er bilað... ég er sjálf að verða biluð á öllum þvottinum sem hrannast upp því það er ekkert spaug að reka heimili með bilaðann þurrkara og bara eina þurrkugrind. Langar til að næla mér í viðgerðarmann sem getur komið, bent mér á bilunina og fengið köku í kaupbæti :) Ef hann er heppinn og kemur um kvöldið er alveg líklegt að hann fái dönskukennslu að auki ...
(2) comments
miðvikudagur, október 11
Einn assgoti góður...
Vitiði af hverju stelpur eru alltaf málaðar og í háum hælum? -Því þær eru litlar og ljótar... Hahaha.. þetta finnst manni fyndið þegar mar er tæpur 180 en samt í háum hælum...
(2) comments
Dómur uppkveðinn...
Dómur var kveðinn upp í máli saksóknara gegn Jóni Péturssyni, fimm ára óskilorðsbundin fangelsisvist og bætur upp á tæpar tvær millur... að lesa dóminn er eins og að fara í teboð hjá djöflinum sjálfum. Þarf að fara í sturtu og tannbursta mig eftir þessa lesningu upp á 20 blaðsíður... Lítið annað í fréttum, Gulla á jú afmæli bráðlega, þurfum að finna góða dagsetningu til að halda upp á það, en þessi elska er ekki með eiginlegan afmælisdag... því hún fannst á haugunum í Grundó. Hún er svo mikið æði og krútt en jafnframt orðin rosalega frek á athygli og klapp þegar henni hentar. Hún geltir á mig þegar hún stekkur upp í sófa til mín og þykir ég ekki sinna sér nægilega vel... svo stekkur hún upp hurðastafina sem aldrei fyrr... frekar fyndið að hafa strik þar yfir það hve strákarnir hafa stækkað í gegnum árin, og svo eru strik þar líka sem sýna hvað Gulla getur stokkið hærra og hærra:-) Annars fékk Alli 7,5 í íþróttaprófi í dag, hæsta einkunn sem hann hefur fengið ever í þeirri íþrótt - enda viðurkenndi hann fyrir mömmsu sinni að hann og einn annar hefðu laumast út í sjoppu áður en prófið hófst og keypt sér orkudrykk... sem er algert eitur fyrir börn og hafa einhverjar rannsóknir sýnt (man ekki hver) að ef barn drekkur orkudrykk er það eins og 40 kaffibollar... sem getur ekki verið hollt :/ En hann fékk samt 7,5... :þ
(3) comments
mánudagur, október 9
Geisp...
... voðaleg leti er þetta í þessu veðri... geisp...
(0) comments
mánudagur, október 2
Annars var helgin...
hin rólegasta, þótt hún hefði ekki gefið tilefni til þess :/ Við vorum að breyta skrifstofunni hjá okkur í vinnuni og er ég alltaf að komast betur og betur að því að ég heinlega elska þetta starf... það er ekkert smá næs að geta farið í hálftíma í kaffi með öllum vinnufélögunum án þess að hafa áhyggjur yfir því að síminn sé að hringja út.. eða bara tekið sér matar- & kaffitíma yfirleitt. Svo er þetta svo ógurlega skemmtilegt fólk sem ég er að vinna með :) Það var semsé frumsýning á endurbættri skrifstofu um helgina og var öllum starfsmönnum boðið (þeir eru yfir 100) og þar sem Siggi forstjóri er með ólæknandi Queen bakteríu þá bauð hann okkur öllum á ball með Miracle sem var á Players, sem er í sama húsi og vinnan... en þar sem ég hafði verið eðlisfræðikennari frá 07-08 um morguninn og svo að þrífa á fullu allan daginn þá gaf litli djammdjöfullinn á öxlinni minni sig áður en Miracle sté á stokk og fórum við Einsi snemma heim... en við vorum með báða strákana um helgina og ekki mjög gáfulegt að vera þunnur/fullur þegar mar vaknar með þeim :-) Enda dreif ég mig í skvass að hrista mitt skvabb kl. 09:50 og svo beint í heróverdú hjá Áslaugu. Hún er komin með smá malla... enda er hún svo lánsöm að fá tvö styki í heiminn í febrúar/mars :-) Restin af helginni fór í heimilisstúss, kolaportið, krakkarnir fóru á Delönu og Magna og bara almenn notalegheit ;) Vorum boðin í eitt stórafmæli og Miracle veislu en meikuðum það ekki... enda ekki á hverjum degi sem drengirnir eru báðir hér heima :) Eitt sem ég rakst á í dag og finnst vera alveg ömurlegt (verð að koma með smá svertu hér, það sem af er lesið af þessari færslu er bara eiginlega væmið) en ég var að skoða bíl fyrir mömmu og fór og prufaði hann um helgina. Leist vel á hann og fór svo að spurja sölumanninn um fyrri eigendur... þá kom í ljós að VÍS hafi keypt bílinn af manni sem átti hann bara í einn mánuð svo þetta hlyti að vera tjónabíll... sem kom hvergi fram í neinni lýsingu af bílnum. Ok huxaði ég - kannski bara minniháttar tjón og ætlaði að fá uppgefið hjá VÍS hvaða tjón þetta var nákvæmlega en þeir neita að gefa það upp. Asnalegt að það eina sem maður hefur í höndunum eftir að maður er búinn að komast að þessu (og n.b. það var tilviljun að ég fór að rekja garnirnar úr sölumanninum (hann var sætur) ) eru orð seljandans fyrir að það hafi verið skipt um þetta og hitt... þú veist ekki nema hann vilji losna við hann sem fyrst og nefni því ekkert skökku grindina... eða hvað þetta allt heitir... hefði haldið að maður ætti að geta séð svart á hvítu hvað kom fyrir og hvað var lagað. En ... mar ræður víst ekki öllu í heiminum, því miður :þ Er að spá í að fara að grafa upp öll kostningarloforðin sem Bjé og Djé flokkarnir gáfu hér um árið og sjá hvað sé efnt og hvað sé glemt... hvar er t.d. lækkaða matvöruverðið... sjitt hvað það er djöfullegt að versla í matinn, það er ekki nema von að Anorexía sé í tísku :þ Nei... oj... er þá djöfullinn kominn aftur á öxlina... hann týndist ekki lengi ...
(1) comments
Halla fundin!
Var að finna hina stórskemmtilegu Höllu í netheimum og er hún komin með link hér til hliðar - mun ávallt og ævinlega vera glöð yfir því að hafa hitt hana og Vilborgu í Færeyjum... æslegar stelpur, báðar tvær :-)
(0) comments
|