Til hamingju með ammlið elsku Alli minn!

Elskulegi Alli minn - innilegar hamingjuóskir með að vera orðin þrettán ára :) Þú hefur fyllt líf mitt með gleði og er ég svo óumræðanlega stolt af þér, ástin mín. Duglegur, metnaðarfullur, hæfileikaríkur, skemmtilegur og ég veit að þú átt eftir að enda sem forsætisráðherra, geimfari eða hvað sem hugur þinn langar til.
Ástarkveðja,
mamma
Hamingjuóskir :)
...Huld kann svo sannarlega að gera hlutina
með stæl, eins og alltaf...
Best að henda inn einni síðb.jólakv. eða svo
Gleðileg Jólin öll sömul, til sjávar og sveita. Vonanandi höfðu allir það gott, átu, drukku og voru glaðir. Bergle mín átti ammli á aðfangadag, sem og elskulegur fósturpabbi minn - en hann vissi lítið af því hvaða dagur var. Vaknaði við það að 13 jólasveinar ruddust inn í herbergið hans á Dvalarheimilinu og sungu fyrir hann hástöfum ammlissönginn :) Hann vaknaði amk almennilega við þetta :) Bergle fagnaði 33ja ára í skjóli aðfangadags, eins og endranær og óska ég henni og öllum hennar til lukku með það (minnir mig á það... þarf að fara að koma þessari blessuðu sængurgjöf til hennar - áður en barnið vex upp úr brókinni... að ekki sé minnst á Svöndu Pöndu... hennar sængurgjöf er hér enn... búin að útbúa pakkann oft til hennar - borða bara alltaf nammið sem ég er að senda út svo það frestast alltaf út í hið óendanlega... djíses... er ég að skrifa þetta upphátt?)
Fékk agalega ósmekklegt sms frá Donmino's, dulbúin auglýsing í formi jólakveðju og sendi framkvæmdastjóranum hatursfullan tölvupóst í kjölfarið á því - kem aldrei til með að versla við þetta fyrirtæki og sagði honum að mér þættu pizzurnar þeirra ekki einu sinni góðar - eina ástæðan fyrir því að mar verlsar við þetta fyrirtæki er að mar fær alltaf eina fría með. Ætla að versla við Papino's í staðin (5
9 12345) Veit að það kemur ekki einu sinni svar frá þeim - en það er ok. grrr... finn að pirrringurinn er að ná h-marki...
Sá svo í Mogganum að það er farin af stað enn ein söfnunin til handa fólki sem nennir ekki/týmir ekki að tryggja sig. Svoleiðis fólk, finnst mér, á að vinna sér inn fyrir næstu búslóð sjálft... takk fyrir... óskaplega gott að enginn meiddist eða neitt slíkt í brunanum (ekki halda að ég sé vond manneskja) en það er farið að fara óskaplega í taugarnar á mér þegar fólk ákveður að tryggja sig ekki... þá er því bara reddað... þegar þú ákeður að tryggja þig ekki þá verður þú að bíta í það súra þegar að því kemur að missa búslóðina... sorrý... ég er búin að borga iðngjöld í of mörg ár til að hafa vorkunn fyrir svona fólki... (grrr... þrjú símtöl við Vodafone og tvö til Símans í dag gera kraftaverk hvað varðar góða skapið - það hverfur!...eða gerði það hjá mér í morgun eins og má glökkt lesa á milli línanna... bezt að snúa sér að einhverju sem kemur manni í betra skap)
Eiríka Benný, bróðurdóttir mín, elskuleg eignaðist sitt fimmta barn í gær (stúlku) - þetta var barn númer fimm hjá henni - stelpan er 27 ára... og ef ykkur finnst það ekki nóg... þá útskrifaðist hún sem sjúkraliði nokkrum dögum fyrir fæðinguna... Svona konur eru aðdáunarlegar, svona konur á að virkja.. Fokk Kárahnjúkar - virkjum íslensku konuna! (...sem tryggir sig)
Óver end át!
Eigum við að ræða þetta?
Drottningin örþreytt, nýkomin úr Geðveikinni sem kallast Kringlan núna áðan... mikið stress á fólki og langar raðir. Rankaði við mér áðan og fattaði að það er síðasti dagur til að skila af sér kortum í dag svo ég ullaðist í póstinn og reddaði mömmu tveim gjöfum i leiðinni. Svo núna sit ég hér og líður eins og það sé föstudagur og vinnuvikan hafi verið ógó erfið... samt erum við ekkert í neinum jólagjafastússi - það er samt einhvernveginn þannig að þrátt fyrir að hafa ekki þurft að versla fjörtíu gjafir þá er mar samt á síðasta sjéns með allt og allt einhvernveginn eftir... en það er kannski bara þreytan og þráin eftir sólarglætu að tala :/
Heimagerðu jólakortin mín tókust með afbrigðum vel - nema hvað ég skrifaði óvart á þau með ósýnilegum penna :/ grænn penni sem sést ekki í dagsljósi - heldur bara við kertaljós... má redda sér með því að fullyrða að stemmarinn eigi að vera kósý þegar þau eru lesin - en Íslandspóstur er örugglega ekkert hrifinn af þessu svo ég skrifaði ofan í umslögin aftur. Skrifaði svo bara með venjulegum penna á restina - svo ef einhver sem les þetta fær autt kort er betra að bera það upp að ljósi áður en því er fleygt :)
Fórum til Mæðrastyrksnefnar í gær og gáfum einstæðri móður hellings pjéning til að greiða fyrir góðum jólum - tilfinningin var góð :)
Annars ætla ég að fara að sofa núna - erfiður dagur í vinnuni á morgun - allir verkamennirnir mínir þurfa að fá innpakkaðann pakka frá fyrirtækinu og ég er víst sérfræðingurinn í því :)
Drepist ekki úr stressi - ég skal sjá um það :/
Þegar nánar er að gáð...

... má sjá drottninguna (höku & hár) á þessari mynd frá Þjóðleikhúsinu... restin af fjölskyldunni rétt hjá :)
Allir búnir að taka niður jólaskrautið fyrir nóttina? ...það á víst að gera bilað veður og hlýna ... svo ef mar ætlar að vera sneddý og spara sér smá vinnu þá hendist mar út núna og smyr bílinn með sápu. Rok og rigning gera rest :)
Sorrý að ég segi það hreint út...
... en gátu sjálfstæðismenn í Árborg ekki fundið neinn annan en Eyþór Arnalds til að beita sér fyrir tvöföldun suðurlandsvegar? Finnst svo agalega asnalegt að sjá hann vera að berjast fyrir þessu... sorrý.. en er tilgangur hans einmitt að fá tvöföldun svo hann geti keyrt fullur heim? Trúi ekki að þvílík mannekla hrjái þennan flokk fyrir austan fjall....
Af öðrum afbrotamönnum er það semsé að frétta að Jón Pétursson datt í það um síðustu helgi... við höfum ekkert verið að segja Alla frá þessu enda espir það bara upp kvíða og sárar minningar... horfum ekki á fréttatímana meðan Alli er inn í stofu og ég faldi Fréttablaðið í dag... svona er íslenskt dómskerfi í dag... alveg frábært mar... :(
Að öðru leyti er lítið að frétta - við erum búin að baka laufabrauðið með fjölskyldunni, engar jólagjafir verða keyptar þetta árið svo það er ekkert annað eftir en að gera jólahreingerningu og svo eru það bara jólakortin :) mmmmmm... og ég meira að segja alltaf búin í vinnuni klukkan fjögur... ekkert stress, bara hress :)
Böhhh! ... yður brá var það ekki?