Sumarið er greinilega komið...
Eitt af því sem minnir okkur fjölskylduna á að sumarið er komið er þegar Alli minn fær freknur, sérstaklega þegar þær skríða inn í eyrun á honum. Nú skall sumarið heldur harkalega á honum, því hann er hreinlega veikur heima - með annars stigs bruna á höndum, hálsi og hálfu andliti eftir sumarkomuna í fyrradag... :/
Hann vildi ekki setja á sig sólarvörn áður en hann fór í unglingavinnuna, fannst það greinilega orðið eitthvað hallærislegt... en hefur svo sannarlega komist að kostum þess að smyrja því vel á sig - oft á dag... þótt það sé ekki einu sinni sól...
Svo á hann Einsi minn afmæli í dag - loxs búinn að ná mér í aldri ... til hamingju með afmælið, ástin mín!
Dæmi um þensluna í okkar þjóðfélagi...
...pantaði pláss fyrir atvinnuauglýsingu í Fréttablaðið í dag en fékk þau svör að það sé ekki hægt að birta hana fyrr en á fimmtudag, því allt plássið í blaðinu sé uppurið...
Spáið´í þessu... :s
Og kraftaverkið varð í dag...
II.jpg)
Við fjölskyldan fórum til Þorlákshafnar í dag til að hitta Andreu systur en við höfðum ekki hist í yfir 10 ár... ómægod. Við vorum ansi nánar þegar strákarnir okkar voru "litlir" en svo týndust við í dagsins önn og einhvernvegin þegar grunntengingin er ekki sterk þá varð aldrei neitt úr neinum hittingi. Eins og margir af mínum vinum vita þá á ég systkyn hist og her og margir vita ekki einu sinni hvað ég á mikið af þeim... en þessi systir mín er sko komin til að vera og vil ég ekki sleppa af henni hendinni... enda öðlingur mikill og stórt hjarta hjá henni sem ég fæ að skríða í... :-)
Svo er bara að hlakka til sumarsins (hvenær sem það nú kemur, veðurfarslega séð) og plana skemmtilega hluti með henni og krökkunum :-)
Vonandi hafa allir haft það gott um helgina og vinnuvikan verði frábær hjá öllum :-)