End mor from Memento Mor(-e)
Sýningarnar um helgina tókust svona líka rjómandi vel, örfá sæti laus á laugardagskvöldinu og koluppselt á sunnudaginn, það var æðislegt að sjá hvað það komu margir (jafnvel í 3ja eða 4rða sinn) til að sjá þetta ótrúlega skemmtilega stykki sem fæddist hjá leikhópnum 2004... gaman að sjá hvað það lifir lengi og hróðurinn á eftir að fara um margar heimsálfur núna :-) Við höluðum inn svo marga pjéninga - mikil hamingja í fjárhagsgeiranum okkar og útlit fyrir að maður geti farið vel í ruglið í innkaupum í Kína... júhú!
Fengum áritanirnar frá kínverska sendiráðinu í gær, en ég hafði miklar áhyggjur að mín fyrri Falum gong mótmæli hefðu orðið þess valdandi að mér yrði aldrei hleypt inn í landið. Sprautur verða kláraðar af í næstu viku og svo er bara að fara að finna nægilega s t ó r a r töskur til að taka með sér út...
Annars er lítið að frétta, gerði mér ferð í Hagkaup til að fjárfesta í nýjum íslenskum kartöflum og hafði kjötfars með kálbögglum með þeim í kvöld... bakaði svo brownies á eftir svo maður getur sig lítið hreyft sökum ofmeltu... úff, það er erfitt að vera íslendingur :/