Og enn af bumbum...

Hér sjáið þið, kæru lesendur bumburnar tvær í familýjunni (myndin tekin í síðasta mánuði) en Gulla hans Gumma á von á sér í október. Hún er svo agalega nett, sæt og ber bumbuna sína svo ótrúlega vel en ég er komin á hvalastigið, þ.e. kvelst og líður eins og hvali... Hef ekki ennþá nennt að fara í meðgöngu eitt né neitt, hvorki jóka (ertu ekki að djóka, hvað er eiginlega gert þar..? Setið og hummað...?) né sund en nenni af og til í göngutúra. Stoðkerfið í löppunum á mér er farið að gefa sig og ég er rétt svo hálfnuð með meðgönguna, veit ekki hvernig ég verð komin 8 mánuði á leið... hvað þá 9... æji, kvart og kvein... maður ætti frekar að þakka fyrir að vera þó þetta heilbrigður og búa í Íslandi þar sem heilsugæslan er ókeypis fyrir svona hvalreka eins og okkur bollurnar :-)
Annars er lítið að frétta, fórum í sextuxsammli til Halla mágs míns í Grundarfirði um síðustu helgi og um næstu helgi á skásonurinn afmæli... verður þá 15 ára, kallinn... við bökum væntanlega eitthvað gott þá og skellum á könnuna...
Svo ætlar Toyota að vera svo elskuleg við okkur að lána okkur
Prius í reynsluakstur og fáum við hann til mánudags... fer vonandi betur um hvalrekann þar en í síðasta bíl sem við reynsluókum... :/
Eigið góða helgi, elskurnar og njótið lífins :-)