Rósaballið
Í kvöld er Rósaballið árlega sem 10. bekkingar í Árbæjarskóla halda og bjóða 8. bekkingum sérstaklega á. Strákar bjóða stelpum og stelpur strákum, mæta uppábúin og færa viðkomandi ,,deiti" rós. Í fyrra kom ógó sæt stelpa að pikka Alla upp og mæta flestir á hinum ýmsustu farartækjum, iðulega limmó eða rútur sem búið er að skreyta. Hefur það verið ágætis skemmtun að fylgjast með limmónum reyna að snúa við í þessari þröngu götu, gefast upp og bakka með mikilli fyrirhöfn alla leið út aftur. Tala nú ekki um þá bílaumferð sem flykkið stoppar... Ballið er skemmtileg leið til að bjóða nýnemana velkomna í gaggó og mættu margir skólar sem eru með óþægilegar og pínlega aðferðir við að busa nýnemana sína taka þetta sér til fyrirmyndar. Busauppboð eru líka fín leið, því þar eyða busarnir góðum tíma með eiganda sínum og kynnast um leið hinum ýmsustu heimilisstörfum :-)
Á myndinni má sjá gullstrákinn minn spila örlítið á gítarinn áður en hann fer á ballið í skólanum... handsome dónt jú þínk?