Að fá svar við spurningum sínum...
Í umræðunni undanfarið hefur mikið verið rætt við stjórnmálamenn, eins og gefur að skilja í kjölfarið á þessari sprengju sem varð í borgarmálum okkar Reykvíkinga. Ég nenni ekki að hafa álit á einu né neinu, enda hefur mér alltaf fundist stjórnamálamenn svíkja, ljúga, baknaga hver annan og blekkja almenning og standa sjaldan/aldrei við loforð sín fyrir kostningar. Hvað um það... Í þessari umræðu allri svíður mig alveg svakalega hvað fréttamenn láta viðmælendur sína komast upp með að svara ekki spurningum sínum og fara ætíð, eða amk þegar um óþægilegar spurningar er að ræða, lengstu leiðina við að svara, snúa út úr eða svara yfirleitt ekki neitt. Gott dæmi var í
hádegisfréttum Stöðvar tvö núna áðan. Verið var að fjalla um einhvern fund sem sjálfstæðismenn héldu að því er mér skildist fund með formanni sínum til að gera grein fyrir stöðunni og ræða næstu skref, Krisján Már fréttamaður spurði Kjartan Magnússon hvers vegna borgarstjórinn sjálfur hefði ekki verið boðaður líka, en þá kom garnaflækjan... þeir funduðu oft með formanninum án hans... fréttamaður spurði af hverju og hver boðaði þá á fundinn, hann sagði að þeir funduðu oft með formanninum um allskonar mál, þá var hann spurður af hverju Vilhjálmur hefði ekki verið með á þessum fundi, þá var svarið að þeir funduðu oft með formanninum, þá var hann aftur spurður af hverju Vilhjálmur hefði ekki verið með (maður hefði áætlað að borgarstjórinn sjálfur hefði nú eitthvað um stöðuna að segja og útskýra) en þá kom svarið að þeir funduðu oft með formanninum. Svona gekk þetta og ekkert svar kom, þeir höfðu sjálfir óskað eftir þessum fundi með formanninum en aldrei kom svarið af hverju Vilhjálmur var ekki memm... Ég hef rekist á fjölmörg svona dæmi í þessari umræðu, stjórnmálamenn eru spurðir af hverju eitthvað gerðist og hver gerði það og þá er svarið að stefna flokksins sé hitt og þetta, spurningunum aldrei svarað... mér finnst fréttamenn vera ferlega lélegir við að fá svar við sínum spurningum, láta bara leiða sig út í eitthvað rugl og sætta sig við að fá engin svör.
Fjölmiðlar hafa mikil völd og eru rödd okkar og okkar sjéns á að spurja spurninga og fá svör við þeim - það þýðir semsé ekki bara að spurja spurningana... það þarf líka að fá svör við þeim.
Æji, ég nenni ekki að velta mér upp úr svona skítapollum - maður fær bara óbragð í munnin af öllum þessum hrókeringum og frændsemi sem eru allstaðar við lýði í þessu ,,lýðræðisríki" okkar - auðlindum þjóðarinnar komið í koppinn hjá hinum og þessum og lobbyisminn allstaðar...grrr...
Það er komið svo gott veður, íbúðin hrein, landsleikur í uppsiglingu - mikið er ég glöð yfir því að geta bara verið í notalegheitum með strákunum mínum, bakað, prjónað og notið þess að vera með pínku bumbu og hreina samvisku yfir því við hvern ég tala og um hvað... :-)