Nokkrar myndir frá undanförnum vikum...
Ég er alveg agalega ódugleg við að blogga þessa dagana, finnst ég hafa lítið að segja af viti, er annaðkvort meðgönguklikkuð eða í meðgöngudofa og þá er eins gott að halda sér bara saman.
Eníhú... Við héldum bröns fyrir fjölskylduna (Einsa megin) um daginn og hér má m.a.sjá Ottu, Brynju, Alex ofl. vera að gæða sér á súpu og brauði:

Og hér eru strákarnir mínir með Snorra Hjörvari (sonur Jóa Jó á Stöðvó) ásamt þeirri gömlu að gæða sér á ljúffengum kjúllarétti á laugardagskvöldið (þeir eru ekki að biðja borðbæn ef ykkur sýnist það):

Hér eru svo bumburnar, Gulla sem er að detta á tíma og ég komin sex mán á leið - sólheimagleðin við völd hjá okkur:

Hér eru svo mamma og Heiða bjútýfúl í kaffisopa - algerar snúllur og engar bumbur þar á ferð:

Og svo er hér ein af fjölskylduföðurnum en hann er líka komin með bumbu: