Tunglsýki Siggudísar

 

Bloggarar :

    Lilja & co.
    Halla krútt!
    Spunkhildar snilldin
    Þórunn Gréta
    Krumminn:-)
    Kynlegi Kvisturinn
    Ingunn
    Lilja lipurtá
    Bjarni og Elva
    Þráinn Sláinn
    Vibba
    Ásta Yfirnorn
    Gerður
    Siggi Huldar
    Syss
    Die Skelfir
    Svandís
    Skotta
    Heida The Beib
    Ási
    Ari bró
    Sigga Lára
    Gunnella glímudrottning
    Kollý
    Varrius
    Naflaló
    Nafna min
    Skaldid

Skemmtilegir krakkagormar

    R.E.M.
    G.S.M.
    Karitas Kjartansdóttir
    Guðlaug Nóa

Myndir

     Myndir
     Fleiri myndir
     Enn fleiri myndir
     Enn emm fleiri myndir
     Vetur 2007
     Eldgamalt
     Vetur 2008
     Dóttirin fallega
     Mars
     Marokkó
     Apríl & maí
     Sumar 2008
     Sumar 2008 Part Deux
     September 2008
     Október 2008
     November & des 2008

Hreyfimyndir

     Við á Youtube
  

     

Fyrri færslur:

  • desember 2009
  • nóvember 2009
  • september 2009
  • ágúst 2009
  • júlí 2009
  • maí 2009
  • apríl 2009
  • mars 2009
  • febrúar 2009
  • janúar 2009
  • desember 2008
  • nóvember 2008
  • október 2008
  • september 2008
  • ágúst 2008
  • júlí 2008
  • júní 2008
  • maí 2008
  • apríl 2008
  • mars 2008
  • febrúar 2008
  • janúar 2008
  • desember 2007
  • nóvember 2007
  • október 2007
  • september 2007
  • ágúst 2007
  • júlí 2007
  • júní 2007
  • maí 2007
  • apríl 2007
  • mars 2007
  • febrúar 2007
  • janúar 2007
  • desember 2006
  • nóvember 2006
  • október 2006
  • september 2006
  • ágúst 2006
  • júlí 2006
  • júní 2006
  • maí 2006
  • apríl 2006
  • mars 2006
  • febrúar 2006
  • janúar 2006
  • desember 2005
  • nóvember 2005
  • október 2005
  • september 2005
  • ágúst 2005
  • júlí 2005
  • júní 2005
  • maí 2005
  • apríl 2005
  • mars 2005
  • febrúar 2005
  • janúar 2005
  • desember 2004
  • nóvember 2004
  • október 2004
  • september 2004
  • ágúst 2004
  • júlí 2004
  • júní 2004
  • maí 2004
  • apríl 2004
  • mars 2004
  • febrúar 2004
  • janúar 2004
  • desember 2003
  • nóvember 2003
  • október 2003
  • september 2003
  • ágúst 2003
  • júlí 2003
  • júní 2003
  • maí 2003
  • apríl 2003
  • mars 2003
  • febrúar 2003
  • janúar 2003

     

    

 


mánudagur, október 8

Smá getraun... 

Við hjónaleysin vorum svo lánsöm að fá fyrirfram jóla- afmælis-sængurgjöf-og afmælis aftur - gjöf frá mömmu þetta árið, en rúmið okkar var farið að plaga mig svo sú gamla fjárfesti í öndveigis rafmagnsrúmi frá ónefndu fyrirtæki. Á laugardaginn voru kaupin gerð, borgað fyrir og samið um að það kæmi í dag, mánudag því við þurftum tíma til að koma gamla rúminu frá. Á laugardagskvöldið kemur sendibíll með rúmið okkar, en þá vorum við örþreytt eftir vel heppnaða dagskrá í Borgarleikhúsinu og ekkert búin að undirbúa komu fínu græjunnar okkar. Misskilningur var okkur sagt, en lítill púki á öxl minni sagði mér að þetta yrði bara upphafið... boy was I right... Í dag bjalla ég í sölumanninn sem seldi okkur rúmið til að vera viss um að það kæmi í kvöld og eftir mikla eftirgrennslan og smá tíma fékk ég símtal frá sölumanninum... jú rúmið kæmi í kvöld og þetta yrði ekkert mál. Rúmið kemur kl. 19:30 ... en þá bara botninn og dýnurnar. Ég ræsi út verslunarstjórann, þ.e. hringdi í gemsann hans og hann gaf mér upp númer hjá manni sem er með aðgang að lagernum. Hann dæsti, blés og sagðist ætla að kanna málið. Bjallar svo síðar og segir mér að hann skyldi redda málinu og senda mér ramman, þ.e. rúmið sjálft. Klukkutíma síðar eða um níuleytið kemur gæinn með rúmið. Ég tek við rúminu agalega glöð. Einsi kemur inn og rekur strax augun í að þetta er rangt rúm, þetta er bara einbreitt! Svo gæinn tekur rúmið aftur og eftir að ég er búin að bjalla í lagermanninn kemur sami gæi aftur með rúmið og klukkan er þá orðin tæplega hálfellefu. Hann sussar og sveijar og segist ætla að bjalla í manninn, kemur svo með tvíbreitt rúm eftir hálftíma og ótal símtöl. Einsi tekur við rúminu og ég í kaldhæðni segist vera með kvittunina til að bera saman vörurnar. Einsi kíkir á pakkann... þetta er hlynur, ekki eik eins og við vorum búin að panta. Svo gæinn næstum fer að gráta og við bara eitthvað ,,djí..." og þá tekur hann rúmið aftur og bjallar í verslunarstjórann. Hringir svo stuttu síðar og hvað... jú, það var ekkert til neitt rúm handa okkur! Svo hér stóðum við, rúmlaus og ég alveg farin að sjá fyrir mér að sofa í gestaherberginu eða jafnvel í sófanum... og alltaf fannst mér þetta jafn fyndið og gat bara ekki snappað af bræði því þetta var bara svo óborganlega fyndið... okkar rúm kemur semsé til landsins eftir einhverjar vikur, takkfyrirtakk. Þeir höfðu þá selt rúmið sem við keyptum á laugardaginn og afhent í gær eða í dag...

OG þá er það milljóndalaspurningin... hvaða fyrirtæki tekst á svo harkalegan hátt að klúðra þessari einföldu sendingu, á svona fjölbreyttan og skemmtilegan máta...?

Comments:
Mér finnst vera einhver rúmfatalagerslykt af þessu máli!!!
 
Ég keypti mér rúm einhvern tíma rétt fyrir síðustu fæðingu, sem kom alveg á slaginu, alveg rétt, og mennirnir settu það meiraðsegja samanm eftir að hafa dröslað því upp á aðra hæð.

Ég ætlaði að fara að giska á að þetta væri allavega ekki sú rúmbúð... en svo man ég ekkert hvað hún hét. :-/

En Rúmfatalagerinn er varla farinn að vera með rafmagnsrúm, er það?
 
Ég giska á Rekkjuna eða Betra bak..hef enga vonda sögu um viðskipti við þau en miðað við rúmið þá er þetta mín ágiskun. gott að þú gast nú hlegið að þessu Sigga mín, hlóstu líka þegar þeir sögðu að þú þyrftir að bíða í nokkrar vikur ? mér hefði þótt það síður fyndið.
kv,
Snillingurinn;)
 
Og rétt svo er... Rúmfatalagerinn! Hef ekki ennþá fengið hringingu frá verslunarstjóranum þar sem mér eru boðnar bætur fyrir þessi óþægindi, né afsökunarbeiðni... þetta sýnir og sannar einu sinni enn að það spilar ekki bara inn í gæði og verð þegar mar kjaupir svona hluti, þjónustan verður að vera með í kaupunum líka.
 
Ég lenti sjálf í því síðast þegar ég keypti rúm að fá það afhent degi fyrr en um hafði verið rætt og með botni sem passaði ekki í það. Og hvaða fyrirtæki ætli hafi verið að verki? Jú, það er rétt, Rúmfatalagerinn.

Það var líka í Rúmfatalagernum sem ég fékk þær upplýsingar að þar sem ég hefði týnt skrúfum sem tilheyrði hillusamstæðu í flutninum, væri samstæðan ónýt því það væru ekki til neinar aukaskrúfur. Ég notaði gamla, góða húsráðið að verða bara brjáluð og innan 90 sekúndna voru mér afhentar réttu skrúfurnar (ekki úr pakkninu heldur bara úr skúffu með aukaskrúfum) og sagt að ég þyrfti ekki að borga þær.
 
Skrifa ummæli