Smá getraun...
Við hjónaleysin vorum svo lánsöm að fá fyrirfram jóla- afmælis-sængurgjöf-og afmælis aftur - gjöf frá mömmu þetta árið, en rúmið okkar var farið að plaga mig svo sú gamla fjárfesti í öndveigis rafmagnsrúmi frá ónefndu fyrirtæki. Á laugardaginn voru kaupin gerð, borgað fyrir og samið um að það kæmi í dag, mánudag því við þurftum tíma til að koma gamla rúminu frá. Á laugardagskvöldið kemur sendibíll með rúmið okkar, en þá vorum við örþreytt eftir vel heppnaða dagskrá í Borgarleikhúsinu og ekkert búin að undirbúa komu fínu græjunnar okkar. Misskilningur var okkur sagt, en lítill púki á öxl minni sagði mér að þetta yrði bara upphafið... boy was I right... Í dag bjalla ég í sölumanninn sem seldi okkur rúmið til að vera viss um að það kæmi í kvöld og eftir mikla eftirgrennslan og smá tíma fékk ég símtal frá sölumanninum... jú rúmið kæmi í kvöld og þetta yrði ekkert mál. Rúmið kemur kl. 19:30 ... en þá bara botninn og dýnurnar. Ég ræsi út verslunarstjórann, þ.e. hringdi í gemsann hans og hann gaf mér upp númer hjá manni sem er með aðgang að lagernum. Hann dæsti, blés og sagðist ætla að kanna málið. Bjallar svo síðar og segir mér að hann skyldi redda málinu og senda mér ramman, þ.e. rúmið sjálft. Klukkutíma síðar eða um níuleytið kemur gæinn með rúmið. Ég tek við rúminu agalega glöð. Einsi kemur inn og rekur strax augun í að þetta er rangt rúm, þetta er bara einbreitt! Svo gæinn tekur rúmið aftur og eftir að ég er búin að bjalla í lagermanninn kemur sami gæi aftur með rúmið og klukkan er þá orðin tæplega hálfellefu. Hann sussar og sveijar og segist ætla að bjalla í manninn, kemur svo með tvíbreitt rúm eftir hálftíma og ótal símtöl. Einsi tekur við rúminu og ég í kaldhæðni segist vera með kvittunina til að bera saman vörurnar. Einsi kíkir á pakkann... þetta er hlynur, ekki eik eins og við vorum búin að panta. Svo gæinn næstum fer að gráta og við bara eitthvað ,,djí..." og þá tekur hann rúmið aftur og bjallar í verslunarstjórann. Hringir svo stuttu síðar og hvað... jú, það var ekkert til neitt rúm handa okkur! Svo hér stóðum við, rúmlaus og ég alveg farin að sjá fyrir mér að sofa í gestaherberginu eða jafnvel í sófanum... og alltaf fannst mér þetta jafn fyndið og gat bara ekki snappað af bræði því þetta var bara svo óborganlega fyndið... okkar rúm kemur semsé til landsins eftir einhverjar vikur, takkfyrirtakk. Þeir höfðu þá selt rúmið sem við keyptum á laugardaginn og afhent í gær eða í dag...
OG þá er það milljóndalaspurningin... hvaða fyrirtæki tekst á svo harkalegan hátt að klúðra þessari einföldu sendingu, á svona fjölbreyttan og skemmtilegan máta...?