Björn í bófaleik...

Rakst á
þetta myndband, en þarna er maður aflífaður óvart í Kanada með rafstraumi í gær - að mér skilst með samskonar tæki og Byssu-Björn ætlar að leyfa okkar lögreglumönnum að vera með...
Hvernig haldið þið að það endi, þegar undirborgaðar, undirmannaðar, útúrstressaðar og illa þjálfair lögregludrengir fá svona tæki í hendurnar?
... skora á Byssu-Björn að mæta í þær jarðafarir sem koma upp vegna þessa tækis... huxa nefnilega að hann hafi ekki mætt í jarðaförina hjá manninum sem var skotinn í sumar vegna þess að hinn gæinn fékk ,,óvart" byssu selda án þess að vera með byssuleyfi - nokkuð sem Byssu-Björn ætlar að láta bara viðgangast og ekki draga neinn til ábyrgðar...
Það er stundum skrýtið þetta lýðræði...