mmmmm.. dekur...
Dagurinn byrjaði í seinna lagi í dag, enda tók ég mér meðgöngufrí og svaf ,,út" (eða alveg til átta...) - svo hellti ég bara upp á te fyrir heimilsfólkið, svo kom húshjálpin að gera helgarhreingerninguna, ég skaust svo yfir í lit og klipp til Áslaugar, æfðí mig í mömmuleik með tvillunum hjá henni, fór svo á Mecca Spa í meðgöngunudd og funheita sturtu á eftir. Ætlunin er svo að fara út að borða með Gullu og ætla ég að vera ógurlega fyndin, hneyksla hana, bregða henni og reka bumbuna mína utan í hennar hvað eftir annað - allt til að koma stelpuskjátunni af stað ... en hún er komin 5 daga fram yfir tíma... kann einhver góð ráð við að koma svona heimakærum börnum í heiminn? Hef heyrt að rokktónleikar séu góðir til slíks brúks...
Vonast annars til að þið eigið ánægjulega helgi öll sömul, til sjávar og sveita ... og munið... Áfram Ísland á morgun gegn Ungverjum... júhú...! Já, of kors... tek Gullu bara með mér á landsleikinn...