Með öndina í hálsinum...
Jájá... nú er allt komið á fullt hjá Gullu, enda var hún sett 21. október og herramaðurinn aðeins að láta bíða eftir sér. Gummi er búinn að vera eins og klettur hjá stelpunni, enda get ég rétt svo ímyndað mér hvernig henni líður... fyrsta barn og allt að gera eitthvað svo.. óvænt...
Nú er maður bara með gæsina í hálsinum og krosslagðar lappir og vonar að allt gangi að óskum... set inn fréttir um leið og ég heyri eitthvað :-)
P.s. ég fór sjálf í mæðraskoðun í morgun og á bara að fara að draga úr vinnuni samkv. læknisráði, maður finnur víst mun meira fyrir meðgöngunni ef maður er fjölbyrja... svo er maður náttúrlega ekki lengur 20 ára ...
P.p.s. Samkv. síðusta sms-i frá Gumma var verið að sprengja belginn og allt að gerast... júhú!