Við áttum ammli í gær...
Já, 28 viknur komnar á dagatalið og náði bumban þeim sögulega áfanga að skríða í meter í þvermálið en kílóunum hefur ekki fjölgað neitt síðan á 12. viku - svo ég er bara glöð og sæl. Fann þó fyrir miklum harðsperrum í bumbunni í gær og er ég stóð upp komu smá krampar svo ég heyrði í ljósunni. Hún sagði mér að þetta væru samdráttarverkir og ætti ég núna að fara að slaka á. Svo ég gerði það í gær - Gummi Palli bauð okkur Gullu og Einsa á Ruby Tuesday í slæman mat og enn verri þjónustu... en hey - mar þurfti ekki að vaska upp það kvöldið... og slapp við að elda (vondan mat).... :-)
Helgin er svo áætluð í nördaskap í tilefni af Fanfest og afslöppun... Gulla á að fara upp á spítala í dag og kíkja mónitor en henni fannst eitthvað vera að gerast í gær, en barnið er ekki búið að skorða sig og hún komin 12 daga framyfir... hennar verkir fóru semsé óvart á mig en vonandi leiðréttist það í dag :-)
Góða helgi, allir saman og njótið lífins!