Börn velja sér ekki foreldra...
Í morgun þegar ég og Bjössi fórum með Alla til Kristínar tann þá gerði ég mér ennþá betur grein fyrir því hvað það er mikils virði að foreldrar barna séu í góðu sambandi. Þótt við Bjössi séum ólík og þroskuðumst í sitt hvora áttina á sínum tíma hefur samt alltaf verið gott samband á milli okkar - tengdafjölskylda mín fyrrverandi er alveg yndisleg og hefur reynst okkur Alla svo ótrúlega vel, enda eðalfólk í bláæðum sínum og er ég alveg tilbúin til að leggja ýmislegt á mig til að sonur minn tengist því fólki eins og mínu. Það vill nefnilega oft gleymast að börn hafa réttinn á að umgangast báða foreldra sína en ekki bara annað... það er engin frekja af móur að vilja hitta barnið sitt, eða föður... það er sjálfsögð mannréttindi barnsins sjálfs að umgangast þau bæði. Því er ég alveg með báða fætur á jörðinni hvað varðar framtíð barns okkar Einsa, þótt við svífum um á hamningjuskýi og höfum gert síðan við byrjuðum saman... þá geta forsendur alltaf breyst og maður þroskast frá sínum maka, eða öfugt... þá hefur maður sem einstaklingur alveg fullan rétt á að fara í fýlu... en sem foreldri getur maður ekki leyft sér það. Maður er ekki bara að skuldbinda sig næstu 20 árin við að ala upp barn, bera ábyrgð á því og elska.. heldur er maður einnig að skuldbinda sig til að eiga samskipti við hinn helminginn í öll þau ár og virða.
Úff... þetta var dæmi um meðgönguvæmnina í mér... er eitthvað svo stútfull af ást og þakklæti til þeirra sem eru í okkar lífi.
Kannski er að spila inn í að í næsta mánuði eru 30 ár síðan pabbi dó og hann fékk aldrei tækifæri til að fylgjast með mér alast upp, né kynnast dásamlegu strákunum mínum þrem, sjá hvað mamma er ótrúlega sterk og dugleg og óviðjafnanleg í alla staði, sjá hvað Fríða syss er mikið yndi... nú er ég komin með kökk í hálsinn... Við erum að láta setja nöfn pabba og Braga (sem fórst með honum) á minningaröldurnar í Fossvoginum svo hægt sé að skjótast á góðviðrisdögum og setjast með sínum nákomnu og bara ... huxa... pæla aðeins í hvað lífið er dýrmætt og hver mínúta getur verið mikil lífsfylling...


Knús á línuna!