Hvar er Gulla?
Já, hún Gulla hans Gumma eignaðist heilbirgðan og s t ó r a n dreng rétt fyrir miðnætti í gær - þetta gekk hægar en ráðgert var og var að lokum gripið inn í með aðgerð, enda var hnokkinn rúmar átján merkur og fimmtíuogfimm sentimetrar... ! Ég fékk að gæjast aðeins á þau í dag og hann er svo dásamlega fallegur, sléttur og óendanlega mikið krútt að mjólkin fór næstum að flæða hjá mér... Ætla að kíkja betur á morgun og tek þá myndavélina með.
Önnur Gulla fór á kreik á heimilinu í dag og er aldeilis í essinu sínu þegar hún kemst í svona ... en... en... en... en... Hvar er Gulla...?