Yfir dinnernum áðan var Gulla eitthvað agalega mikið undur skenknum að leika sér eitthvað og vorum við ekkert að spá neitt í því... nema hvað... núna áðan sprettur fram MÚS, svört, lítil og agalega sæt... Gulla af sjálfsögðu tók hana upp í sína arma og lék sér mikið við hana... en Einsi hleypti þeim út á svalir til að svala fýsnum hennar... náði ég broti á myndavélina - þetta er að vísu dökk útgáfa... en ég er bara að spá í hvernig músalingurinn komst hingað inn upp á 2. hæð og ég nýbúin að skúra og moppa alla íbúðina...?