Allt að smella saman...
Er búin að vera að sanka að mér barnavörum og held barasta að það sé flest allt komið í hús - búin að kaupa amk bleyjur og snuð :-) Gulla mín er að vísu á þeim buxunum að hún sé ástæða alls þessa mikla vesens og hagar sér eins og einkabarnið á heimilinu, tekur allt rúmið okkar undir sig, vill láta halda á sér og klappa og knúsa endalaust og leikur sér á leikteppinu fína sem ég kjaupti handa litla barninu... náði einni assgoti góðri af henni sem ég læt fylgja með... :-)

Svo er bara að mæta í Höllina í dag kl. 16 og styðja okkar menn áfram - næst síðasti sjéns að sjá þá áður en þeir taka EM með trompi! Við Alli sáum bæði Fúsa og Birki Ívar í Kringlunni í vikunni og ég veit ekki hvert legvatnið á mér ætlaði...! Fyndið hvað ég breytist mikið í 12 ára skólastelpu í kringum þessa menn... það er eitthvað við handboltann - eitthvað svo mikið testósterón og svitalyktin einhvernveginn... grrrr... they can eat crackers in my bed anytime :-)