Tunglsýki Siggudísar

 

Bloggarar :

    Lilja & co.
    Halla krútt!
    Spunkhildar snilldin
    Þórunn Gréta
    Krumminn:-)
    Kynlegi Kvisturinn
    Ingunn
    Lilja lipurtá
    Bjarni og Elva
    Þráinn Sláinn
    Vibba
    Ásta Yfirnorn
    Gerður
    Siggi Huldar
    Syss
    Die Skelfir
    Svandís
    Skotta
    Heida The Beib
    Ási
    Ari bró
    Sigga Lára
    Gunnella glímudrottning
    Kollý
    Varrius
    Naflaló
    Nafna min
    Skaldid

Skemmtilegir krakkagormar

    R.E.M.
    G.S.M.
    Karitas Kjartansdóttir
    Guðlaug Nóa

Myndir

     Myndir
     Fleiri myndir
     Enn fleiri myndir
     Enn emm fleiri myndir
     Vetur 2007
     Eldgamalt
     Vetur 2008
     Dóttirin fallega
     Mars
     Marokkó
     Apríl & maí
     Sumar 2008
     Sumar 2008 Part Deux
     September 2008
     Október 2008
     November & des 2008

Hreyfimyndir

     Við á Youtube
  

     

Fyrri færslur:


     

    

 


mánudagur, desember 10

Einn tveir og Snú...! 

Fórum í mæðraskoðun í dag og viti menn... er ekki bara barnið okkar búið að snúa sér - enda var móðirinn búin að kveinka sér óvenju þegar spörk og rass út í loft komst í h-mæli og bumban aflagaðist mikið. Þetta er bara fokkíng vont - sérstaklega þegar eggjastokkarnir og legið sjálft er notað sem sippuband og trampolín... Annars hef ég það ágætt, togast á milli fótaóeyrðar og get því ekki setið kjurr og samdráttarverkja svo ég verð að liggja... en þá get ég ekki andað því bumban hvílir á mér eins og mara... svo Einsi stakk upp á því að ég myndi bara standa á haus... ég veit ekki hvað maður á að gera... tíminn er svo ógurlega lengi að líða þegar maður hefur ekkert að gera (þ.e. liggur fyrir og reynir að hvílast) svo ég hef verið að baka eins og mófó, komnar 2 smákökutegundir og svo hið óendanlega góða Biscotti. Hætti að vinna eftir 2 vikur og þá fer maður bara að njóta jólanna og svo undirbúa komu lítils prins eða prinsessu... :-)

Annars er lítið að frétta, Alex Skúli fer í húðágræðsluaðgerð á miðvikudaginn, hann fékk að kíkja aðeins heim til sín um helgina og ber sig alveg ótrúlega vel - eins og honum er einum lagið.
Alli var að stíga upp úr veirusýkingu sem hann var með alla síðustu viku og er ég ógó glöð með að hún skyldi koma akkúrat núna, en ekki þegar jólin eru komin...

Fleira var það ekki... í bili... :-) ...hendi kannski inn mynd þegar við eigum 34 vikna ammli... svona leyfa fólki að sjá mig einu sinni búsna, krampý og með bjúg... :-)

Comments:
Mér finnst þú nú bara alltaf að verða fallegri og fallegri í hvert skipti sem ég sé þig.
 
Skrifa ummæli