Úfff... helgarnar geta verið erfiðar líka...
Búin að baka og baka um helgina með ágætum árangri, sumt tókst - annað ekki. Það er svona þegar maður fer að blanda saman einu uppskriftunum sem maður finnur að einhverju sem maður er búinn að bíta í sig að maður verði að baka og gefa öllum í jólagjöf... svo spilar líka inn í þegar maður klikkar á hitatiginu á ofninum, bökunartímanum ogégveitekkihvaðoghvað... En ég er búin og ætla að ganga frá hrærivélinni sem mamma lánaði mér og þrífa svo íbúðina með dyggri aðstoð hreyndýrsins míns - klára að versla það sem þarf að versla, senda það sem þarf að senda... og svo náttlega jólakortin... þau skrifast ekki af sjálfum sér né tölta út í pósthús...
Annars var vikan fín hjá okkur, Alex Skúli fór í stóra aðgerð á miðvikudaginn og er í strangri legu fram yfir helgi, svo það skemmist ekki allt en það var verið að flytja húð frá læri og á kálfa. Strákstrumpurinn er svo duglegur... það er örugglega ekkert auðvellt að vera 15 ára og meiga ekkert hreyfa sig og hafa varla fengið að gera það síðastliðnar 5 vikur.
Svo hjálpuðum við Hreyndýrinu að flytja á fimmtudaginn og læt ég eina mynd af henni fylgja með - ógó þreytt inn í stofu rétt áður en strákarnir komu til að bera út í bíl...

Einsi þurfti að skrúfa eitt borð í sundur áður en það var hægt að koma því út...:

Svo var Gummi Palli í verslunarleiðangri hjá okkur um helgina og fjárfesti í þessu dýrindis pool-borði:

Svo kíktum við í Bröns til Brynju í Mosó og hittum allt skemmtilega fólkið okkar:

Og að lokum smelli ég hér inn mynd af Gullu og prinsinum litla þegar þau kíktu á okkur um helgina - ógó mikið krútt:)