Og enn engar fréttir...
Já, þetta blessaða barn er greinilega svo feimið (ræt!) að það vill bara hreinlega ekkert koma út - enda mammsa bara best! Við förum í mæðraskoðun í fyrramálið og er það síðasta skoðunin hjá henni Guðrúnu minni í Hlíðunum - næst fer ég upp á spítala í gangsetningu. Var einmitt að gúgla svona gangsetningar en fékk aðallega skor varðandi Kárahnjúka - sem er kannski bara það sem ég þarf á að halda? Hehe... Teljarinn minn alveg kominn í klessu vegna þessarar seinkunar en í dag er eiginlega síðasti dagurinn sem ég hef til að koma þessu barni í heiminn svo vel sé. Óli, afi hans Eins, átti afmæli í dag og svo er Gulla tengdó að koma í bæinn á föstudaginn og til að ég sé komin heim úr Hreiðrinu þegar hún kemur í bæinn þá verður þetta bara að koma n ú n a. N ú n a. Eða jafnvel bara n ú n a ...
Fór í vinnuna eftir h-degið í dag til að redda smá málum þar og hafa e-ð að gera... ætla að gera eitthvað róttækt í kvöld til að gera eitthvað meira... hef engin fleiri salerni til að þrífa, lítill þvottur sem býður... vott tú dú, vott tú dú?