Sumir breytast aldrei ...
... og sem betur fer. Við Heiða kíktum á Bó Bó í Mosó, en veðurguðirnir höfðu bænheyrt mig fyrr um daginn og ákveðið að fella niður allt flug til allra áfangastaða svo við gætum notið félagsskapar þessarar frábæru stúlku sem er okkur svo kær. Náði einni ansi góðri af Þór snúllulýjusi ásamt mömmsu sinni og læt hana fylgja með. Hlakka svo óumræðanlega mikið til að sjá þau aftur eftir einhverjar 5-6 vikur en þá ætla ég að vera ó-ólétt (semsé létt) og fá mér kannski einn bjór (lesist pilsner) og hlægja og flissa eins og tvítug c.

Fann svo eina gamla af Einsa með Heiðu litlu þegar við hittum þau síðast fyrir langa löngu síðan... sjáið hvað þau systkyn eru lík og óendanlega mikil krútt... fyrir utan hvað þessi karlmaður er sérlega föðurlegur og mikill pabbi í sér:

Annars er lítið að gerast með magann á mér, er farin að halda að ég hafi gleypt gangráð og að þetta c bara eitt stórt grín... bíð eftir að Ólafur borarstjóri hringi og tilkynni mér að s.l. mánuðir hafi bara verið draumur sem Bobby Júvíngs dreymdi...