D-dagur has arrævt!
Jájá, teljarinn minn dottinn niður í núll! Núna þarf ég að heyra allt um það frá ykkur hvernig maður kemur sér af stað... þið sem hafið fætt... það er svo langt síðan ég stóð í þessu síðas að ég man ekki neitt... hvað er best og hvað er best, já og hvað er best...? Ég er ekki einu sinni með pílur, bjúg eða neitt sem tengist neikveiðnum meðgöngueinkennum, nema ef vera skyldi ofurlyktarskyn. Veit upp á hár að það var einu sinni frystihús í vinnuni hans Eins og get varla gefið honum Velkominnheim-knúsið sitt eftir vinnudaginn, ég fann í gær þegar hann kom úr sturtu (á hæðinni fyrir ofan) að hann hafði rakað á sér skeggið... fann það á lyktinni sem kom úr öðru herbergi á ANNARI HÆÐ! Spáið í þessu... er að spá í að hafa samband við fíkniefnalögregluna og gerast fíkniefnakona... ekki hundur - heldur kona... :-) Núna verð ég t.d. að drífa mig frá tölvunni því það er svo mikil lykt hér af einhverju sem ég er ekki að meika - held að það sé náttfatagallinn sem Heiða kom með í gærkvöldi... úfff...
Annars hitti ég Jóhönnu í gær og hún bað að heilsa mömmu minni, virtist málefnaleg og mjög almennileg... enda er hún í uppáhaldi hjá mér... en þar sem þetta getur ekki flokkast sem hjálpartæki, endurhæfing eða bein lækning þá þarf líklegast lagabreytingu til að koma þessu í gegn og ætlar hún að skoða málið - tók vel í þetta og skyldi fullkomlega nauðsyn þess að mamma væri með góðar neglur og mjúkar hendur...
Jæja, æm off tú mæðraskoðun - endilega laumið að mér ráðleggingum varðandi gangsetningu :-)