Dásamleg dama bara!
Daman okkar er þvílíka undra barnið að það hálfa væri hellingur - hún er svo vær og góð, grætur jú þegar það er verið að hreinsa nabblastúfinn og skipta um bleyju - en þess á milli brosir hún bara og er ógurlega góð. Ljósan okkar var að vísu að segja okkur að hún sé með pinku gulu sem er ekkert til að hafa áhyggjur af, því mjólkin er að koma í massavís hjá mömmu og það verður örugglega farið á morgun. Gulan veldur værð og leti en við komumst í gegnum það eins og okkur er einum lagið - á meðan þá er hjótt í kotinu - fyrir utan sælustunurnar í mömmsunni sem skilur ekki ennþá af hverju hún er ekki búinn að eignast 18 börn?

Einu vandræðin sem við höfum lent í er með hina prinsessuna á heimilinu og þá á ég við þá fjórfættu og loðnu. Hún hefur fengið takmarkaðan umgengnisrétt á okkur og undir miklu eftirliti því það má alls ekki gjósa upp nein afbrýðissemi... en litla loðna var bara á hurðinni okkar grenjandi, krórandi og mjálmandi fyrstu nóttina. Hún hafði náttúrulega verið eiginlega ein heima í sólarhring þegar við vorum í Hreiðrinu og því var ástsýkin í hámarki þegar við komum heim - en svo var hún eiginlega bara dissuð og hún ekki par sátt við það. En hún er öll að koma til núna, stekkur upp til Sæborgar og byrjar að mala strax og hnusar bara og sýnir ekkert nema ást til hennar. En hún er ennþá á reynslu í þessum bransa - hér er ein góð af henni og prinsessunni saman