Tunglsýki Siggudísar

 

Bloggarar :

    Lilja & co.
    Halla krútt!
    Spunkhildar snilldin
    Þórunn Gréta
    Krumminn:-)
    Kynlegi Kvisturinn
    Ingunn
    Lilja lipurtá
    Bjarni og Elva
    Þráinn Sláinn
    Vibba
    Ásta Yfirnorn
    Gerður
    Siggi Huldar
    Syss
    Die Skelfir
    Svandís
    Skotta
    Heida The Beib
    Ási
    Ari bró
    Sigga Lára
    Gunnella glímudrottning
    Kollý
    Varrius
    Naflaló
    Nafna min
    Skaldid

Skemmtilegir krakkagormar

    R.E.M.
    G.S.M.
    Karitas Kjartansdóttir
    Guðlaug Nóa

Myndir

     Myndir
     Fleiri myndir
     Enn fleiri myndir
     Enn emm fleiri myndir
     Vetur 2007
     Eldgamalt
     Vetur 2008
     Dóttirin fallega
     Mars
     Marokkó
     Apríl & maí
     Sumar 2008
     Sumar 2008 Part Deux
     September 2008
     Október 2008
     November & des 2008

Hreyfimyndir

     Við á Youtube
  

     

Fyrri færslur:

  • desember 2009
  • nóvember 2009
  • september 2009
  • ágúst 2009
  • júlí 2009
  • maí 2009
  • apríl 2009
  • mars 2009
  • febrúar 2009
  • janúar 2009
  • desember 2008
  • nóvember 2008
  • október 2008
  • september 2008
  • ágúst 2008
  • júlí 2008
  • júní 2008
  • maí 2008
  • apríl 2008
  • mars 2008
  • febrúar 2008
  • janúar 2008
  • desember 2007
  • nóvember 2007
  • október 2007
  • september 2007
  • ágúst 2007
  • júlí 2007
  • júní 2007
  • maí 2007
  • apríl 2007
  • mars 2007
  • febrúar 2007
  • janúar 2007
  • desember 2006
  • nóvember 2006
  • október 2006
  • september 2006
  • ágúst 2006
  • júlí 2006
  • júní 2006
  • maí 2006
  • apríl 2006
  • mars 2006
  • febrúar 2006
  • janúar 2006
  • desember 2005
  • nóvember 2005
  • október 2005
  • september 2005
  • ágúst 2005
  • júlí 2005
  • júní 2005
  • maí 2005
  • apríl 2005
  • mars 2005
  • febrúar 2005
  • janúar 2005
  • desember 2004
  • nóvember 2004
  • október 2004
  • september 2004
  • ágúst 2004
  • júlí 2004
  • júní 2004
  • maí 2004
  • apríl 2004
  • mars 2004
  • febrúar 2004
  • janúar 2004
  • desember 2003
  • nóvember 2003
  • október 2003
  • september 2003
  • ágúst 2003
  • júlí 2003
  • júní 2003
  • maí 2003
  • apríl 2003
  • mars 2003
  • febrúar 2003
  • janúar 2003

     

    

 


fimmtudagur, febrúar 7

Halló heimur - ég er fædd! 



Já, komið þið blessuð og sæl - ég er loksins mætt! Mamma missti vatnið eftir miðnætti aðfaranótt miðvikudagsins og fór hún með sjúkrabíl niður á fæðingardeild því ég var ekki búin að skorða mig í grindinni hennar. Og þar sem ég ætla greinilega að vera mikið hrekkjusvín þá ákvað ég að gera svo ekki neitt meira... tíminn leið og beið og engir verkir hjá mömmu minni, bara samdrættir og hélt hún að hún væri svona mikill töffari að hún fyndi bara enga verki. Ennþá var útvíkkun bara 2 svo hún Guðrún ljósmóðir setti upp stíl kl. 09 um morguninn til að koma ferlinu af stað. Þá sofnaði mamma mín bara og svaf til hádegis - enda hafði hún vakað alla nóttina með fiðrildi í mallanum af spenningi. Svo var ákveðið að gefa henni bara dripp til að koma öllu í gang og fékk hún fyrst bara eitthvað smá til að athuga hvort eitthvað færi ekki að gerast. Guðrún Eggerts sem er yfirljósmóðir á Landsanum var hjá okkur þá vaktina og sat með mömmu og pabba og passaði vel upp á okkur mæðgur, alveg fræbært að hafa eina svona sem þekkir okkur og hefur fylgst svolítið með bumbunni okkar. Guðrún ákvað að auka drippið um klukkan þrjú, en hún hætti að vinna kl. fjögur - en þegar hún fór var mömmu l o k s i n s farið að verkja en útvíkkunin var orðin 5 kl. 16:15 og mamma bara að bilast úr sársauka. Þá var ákveðið að þetta væri kannski svolítið mikið af drippi fyrst mamma var ,,hrokkin í gang" eins og ljósurnar kölluðu það... mamma sem var eitthvað að monta sig af töffaraskap og háum sársaukaþröskuldi - bara lá og emjaði og var næstum farin að grenja... en hún vissi að fyrst allt var farið af stað þá væri hver hríð eins og lítið skref í áttina til mín. Hún var búin að ákveða að fara í pottinn og prufa nálarstungur, glaðloftið var ekki að virka hjá henni því henni fannst hún bara vera grænlenskur togarasjómaður á búllu í Húll... ruglaði bara og varð full og það er ekki þannig sem maður vill taka á móti barninu sínu, ónei... þannig að mamma bara ætlaði að prufa pottinn og nálarstungur og eitthvað svona ,,vinstri grænt" eins og mamma kallar það. En heyriði... ég bara var ekkert að nenna að láta hana gera eitthvað svoleiðis, takk fyrir takk. Fyrst ég var lögð af stað þá stoppaði mig ekkert! Og það á þessum hraða! Mamma fékk rembingstilfinningu hálftíma seinna, eða korter í fimm og átta mínútum og fjórum rembingum síðar skaust ég út - og pabbi náði að taka á móti mér! Þetta var alveg með þvílíkum ólíkindum og ég verð nú bara að segja eins og er... mér finnst mamma mín mun sætari að utan en innan!

Hér er svo ein af mér og foreldrum mínum rétt eftir að ég kom úr ofninum - mamma segir að það sé rauðleitur blær á hárinu á mér en pabbi bara hlær að því að segir að það sé bara ljósbrúnt...



Og hér er ég hætt að gráta í fyrsta sinn - verið að fara að vikta mig og mæla á allan hátt... ég reyndist vera 3,875 grömm eða rúmar 15 og hálf mörk og 52 cm... ekkert lítið flott!

Comments:
Elsku Sigga, Einsi og Alli frændi,
til hamingju með yndislegu stúlkuna ykkar. Hún er ekkert annað en fullkomin :)
Annað áramótabarn! Frábært!! ;o)
Knús og kossar,
Kiddý, Palli, Uni Dagur, Signý Pála og Hanna Steina
 
Innilega til hamingju með þessa líka gullfallegu stelpu, ekki við öðru að búast frá þessum foreldrum :)
kveðja
Hildur
 
Innilega til hamingju með stúlkubarnið. Glæsileg alveg hreint.

kv, Kollý,Unnur og Óðinn
 
Innilegar hamingjuóskir. Hún er ósköp ósköp falleg. Gott að allt gekk vel. Hlakka ósköp mikið til að sjá ykkur öll.
 
Hún er bara dásamleg, innilega til hamingju!
 
Æðisleg stelpa. Alveg nauðalík ykkur báðum... en það er nú líka frekar mikill hjónasvipur með ykkur. :)
Og bara hvert hraðametið slegið á fætur öðru í fæðingum. Ég sem hélt að mín hefði verið snögg...

Og hún kom á kínverskum gamlársdag, eldsvín eins og minn gaur.

Innilega til hamingju. Alveg dásamlegt að kúra svo bara inni og horfa á þessi litlu yndi, og hríðarnar bara farnar að halda sig utan dyra.
 
Til hamingju með litlu dúlluna hún er heint alveg gullfalleg enda ekkert skrítið þar sem hún á svona glæsilega foreldra.Flott að eiga 2 áramótabörn.
kveðja Dilla
 
"Gleðihrollur og tár í auga". Til hamingju með fallegu stúlkuna ykkar. Gott að allt gekk vel, hlakka til að fá að knúsa Siggu mína og bera ungann litla augum.
(Eddu) Heiða
 
Yndislegt bara, ég er sko að drepast úr afbrýðissemi út í ykkur nöfnurnar, það er ekkert eins og fyrstu dagarnir með nýju kríli :-)
 
Elsku Sigga, Einsi, Alli og Alex. Innilega til hamingju með skvísuna, hún er náttúrulega BARA FLOTTUST eins og vera ber. Hún er af svo góðu kyni komin. Hún var ekkert að flýta sér í heiminn þessi Krúsídúlla en All good comes to those who wait.
P.s. Held hún sé með rauða lokka
1000 knús og kossar
Áslaug og Helgi
 
Ynnilega til hamingju með þessa æðislegu dúllu :) Hún er ekkert smá mikið krútt svona búttuð, slétt og fín öll og bara góð blanda af ykkur báðum. Ég get varla beðið eftir að mín komi í heiminn, vona bara að fæðingin taki eins fljótt af hjá mér eins og hjá þér ;)
Kveðja, Ásta skásta!
 
Sjá þessa dúllu! Innilega til hamingju öll :)
 
Innilega velkomin í heiminn litla gull! Mikið ósköp ertu falleg og myndarleg stúlka.
Kjúdda kjúdda!
Til lukku kæru foreldrar með þetta frábæra eintak.
 
Taka tvö...
Til hamingju með skvízuna elskurnar... ekkert smá falleg og mannaleg =O)
Þið vitið að það er einstakt að vera rauðhærður..
Knús frá Höfn, Lilja
 
Til hamingju með stúlkuna :D
 
Vertu velkomin, litla Rauðka!

Þú hefðir bara þurft að bíða nokkra tíma í viðbót til að fá sama afmælisdag og hún Gróa mín, en ég er ekkert viss um að það hefði verið vinsælt, þannig að það var bara gott hjá þér að kýla á þetta á gamlársdag.
 
Hjartanlega til hamingju með dótturina :o)

Kær kveðja,
Silja B.
 
innilega til hamingju, hún er afskaplega falleg litla daman

nanna
 
Skrifa ummæli