Til hamingju elsku Siggadís og Einsi auðvitað og Stóri bró. Glæsileg dama og af myndunum af dæmum hefur mamman staðið sig mjög vel, ekki að sjá að þetta hafi verið vesen :-) kv. Ísold og drengirnir
Ég held nú Sigga mín að þú sláir öll fyrri met um fegurð í fæðingu, það er nú bara eins og þú sért nýbúin að skella smá varalit á á fyrstu brjóstagjafarmyndinni. Ég er alveg dauðöfundsjúk því það er ekkert yndislegra en þessir fyrstu dagar.
Heiða var svona dugleg að sofa fyrst um sinn en ég var látin vekja hana til að drekka til að mjólkurframleiðslan færi í gang og til að hún myndi þyngjast (svo ég fengi að fara heim). Í Frakklandi fær maður nefnilega ekki að fara heim fyrr en barnið fer að þyngjast. Hún var sko ekki á því og til ótrúlega fyndnar myndir af því þegar ég var að reyna að vekja hana.
Elsku Siggadís og Einsi, til hamingju með litlu prinsessuna, hún er hreint út sagt yndislega falleg og ótrúlega mannaleg...Og þú ert eins og þú hafir bara skroppið út í búð en ekki verið að fæða barn !! Hvernig þið nafna þín farið að þessu er mér hulin ráðgáta;-) En amk. til hamingju með að hafa náð að rétta hlut kvenpeningsins á heimilinu! Ég hafði rétt fyrir mér með kynið á litlu frænku og er mjög glöð með þessa viðbót í ættina! Knús og færeyskt kram...
Var að skoða myndirnar, þið eru öll svo falleg og æðisleg að manni bara vöknar um augu. Svei mér ef mínir gömlu fúlu eggjastokkar taka ekki bara smá kipp ;-) Það heyrðis alla vega eggjahljóð hér á kontórnum og það á ekki að vera neinn hérna nema ég ...