Og engar fréttir eru ennþá...
... engar fréttir... Fórum að ráðleggingum Fríðu syss og fórum upp í Hallgrímskirkjuturn. Einsi vildi endilega labba (eða að ég labbaði amk) en kirkjuvörðurinn leit á hann hneyksluð og sagði að það gengi bara lyfta og að stiginn væri bara fyrir neyðartilfelli. Einsi leit á bumbuna mína og ég sá að hann huxaði ,,...en þetta er neyðartilfelli...!" Upp í turni var gaman og flott útsýni... svo varð klukkan korter í tvö - þá byrjaði hamagangurinn og einhverjar klukkur létu á sér kræla! Einsa brá svo mikið að Alex Skúli næstum hló úr sér öðru lunganu og þá var ákveðið að okkur væri ekki lengur til setunnar boðið - fyrst barnið kæmi ekki við þessi ósköp þá kæmi það ekki neitt og var haldið niður á við í lyftunni. Við röltum frekar að Svarta kaffinu og fengum okkur súpu í brauði. Svo var haldið heim og ég tók til við að ... jú, þú gast rétt upp á ... baka. Bakaði fullt af bollum og henti svo í saltkjötogbaunirtúkall-súpu. Heiða okkar kom í dinner og er þetta eiginlega svona opertation ,,fyrstbarniðvillekkikomaætlaégaðprumpaþvíút"-mission en þegar þetta er skrifað er hreinlega ekkert að gerast. Svo það lítur út fyrir að Einsi fari í vinnuna í fyrramálið, aðeins eins barna faðir og ég sem skipaði honum að vera heima s.l. föstudag því þá var eitthvað að gerast.
Stundum sökkar að vera feitur, fúll og frekar fröstreðaður á þessu... :(
P.s. er búin að vera dugleg við að setja inn myndir á
Vetur 2008 slóðina hér til hliðar :-)