Júhú - komnir 2,5 í útvíkkun!
Ójá, það er bara allt að gerast... ekki slæmt þegar það tekur ekki nema 6 daga að fara frá einum og upp í heila tvo og hálfan... með þessu framhaldi kemur barnið... ja... í næsta mánuði? Eða þarnæsta? En þar sem þolinmæði er ekki alveg það sem við nennum að sýna núna er búið að ákveða að ef ekkert er byrjað að gerast annaðkvöld þá verður ýtt á gangsetningartakkann. Barnið er ekki búið að skorða sig og hreyft var Harkalega við belgnum í dag... ég er eiginlega ennþá að jafna mig eftir það og er eiginlega líka alveg hundfúl yfir því að vera að jafna mig á því yfirhöfuð.
En hér eftir gerist annað af tvennu og eru báðir möguleikarnir góðir:
a) Ég fer í gang sjálf fyrir kl. 20 annaðkvöld og get átt þetta blessaða barn í Hreiðrinu og allt gengur vel. Það er brill.
b) Ég verð sett af stað á morgun en þá er gamlárs hjá Kínverjum og þá á ég bæði börnin mín á gamlárs. Og það er líka svolítið brill... maður verður amk að horfa á björtu hliðarnar á málunum.